Töfraskinna

Fyrstu skrefin – Nuka K. Godtfredsen Við erum stödd í norðri fyrir 4500 árum, í landi sem við þekkjum í dag sem Grænland. Í kulda og ís er mikilvægt að kunna réttu tökin til þess að finna sér æti og leita skjóls. Fyrstu skrefin er myndasaga um ættbálk fólks sem fluttist búferlum frá Norður-Asíu, Snemma síðdegi eitt fóru Kimik og yngri bróðir hans, Qisuk, út á ísinn til þess að veiða í vök, og tóku þeir Nanu með sér. Þetta var fyrsta skiptið hans og honum þótti erfitt að gera sér í hugarlund hvernig hægt væri að fanga sel í gegnum vök. Nanu var fullur eftirvæntingar! Hann hafði svo oft heyrt um veiðar í vök, nú fengi hann loksins að taka þátt í þeim og því barst frá honum spurningaflóð. Kimik var góður maður með mikla kímnigáfu og honum og Nanu kom vel saman. Kimik var góður leiðbeinandi, hann sagði Nanu allt um veiðarnar og hvernig verkfærin væru búin til og þeim haldið við. Það sem Nanu var í þann mund að upplifa var allt öðruvísi en héraveiðar. Kimik, hvers vegna koma selir upp til þess að anda? Nanu, við þurfum að brýna blaðið áður en við festum það í skutulsoddinn. Ég þarf bara að ná í verkfærin mín! Sjáðu, Nanu! Hér er vök! Bráðum kemur selur upp til þess að anda. Þegar hann stingur nefinu upp úr vatninu skutla ég í hann eins snöggt og ég get. Áður fyrr batt ég blaðið fast með snæri en það átti til að slitna þegar ég skutlaði í dýr. Þannig að þegar þú verður stór, Nanu, verður þú að muna að festa blaðið á skutulsoddinn á þennan hátt. Hah! Sérðu hvernig blaðið lítur út? Það er eins og að dýr hafi bitið í það. Fylgstu nú með, Nanu. Þú þrýstir hér, mjög varlega … svona, og nuddar litlu flísarnar af. Á þann hátt verður egg blaðsins beitt. Alveg eins og ný. Nanu, ég bjó til þennan skutulsodd úr hreindýra­ horni. Sjáðu, ég gerði holu í skaftið svo að hann smellpassar. Blaðið þarf að vera skorðað í skutulsoddinum. 130

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=