Töfraskinna

128 Svartir steinar Sótugir steinar í hring, hrís ennþá í kring, fjalhöggið fúnað, hjallurinn fallinn. Allt er kafið grasi, mótar varla fyrir neinu. Hvað varð af fólkinu sem bjó hér forðum? Eitt sinn voru hér börn að leik, jojk kvað við á degi hverjum. Nú er ekki annað eftir en sótugir steinar í hring. — Ellen Marit Gaup Dunfjeld (ísl. þýðing: Einar Bragi) 1. a) Skrifaðu niður stutta útskýringu á því sem ljóðmælandi lýsir í hverju erindi. b) Settu því næst útskýringarnar í samhengi og skrifaðu stutta en samfellda frásögn, t.d. örsögu þar sem þú nýtir útskýringarnar sem efnivið. c) Hverju er verið að lýsa í ljóðinu? d) Hver er þín túlkun á svörtu steinunum? Hvað heldur þú að þeir tákni? 2. Flettu aftur á bls. 4 og lestu ljóðið „Heyr rödd formæðranna“. Jojk er persónuleg túlkun á umhverfi og fyrirbærum og getur fjallað um nánast hvað sem er. a) Ef þú værir Sami sem byggir á Íslandi, hvað myndir þú jojka um? b) Skrifaðu tíu lína jojk um eitthvað sem skiptir þig miklu máli. Form textans má vera frjálslegt, eins og ljóð án stuðla, höfuðstafa og ríms. Staldraðu við … hrís: smávaxið birkikjarr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=