Töfraskinna
11 Hrafntinna ákvað loks að leita hann uppi. Hún tók pönduna í fangið og skáskaut sér framhjá fólki sem var á þönum með alls kyns pappíra. Hún komst loks að skrifstofunni þar sem konungur sat á bak við risavaxinn bunka af skjölum og reglugerðum. Fyrir aftan hann hékk risastórt kort af öllum heiminum. Exel stóð með langan lista og þuldi: – 11.493 hafa óskað eftir viðtali, herra konungur, og 398 landstjórar vilja fá þig í opinbera heimsókn. Þín bíða 3.578 lög til undirritunar, 2.567 tilskipanir, 465 líflátsdómar, fjórar náðanir og enn bíða 14.522 krákur með ólesin skilaboð. – Þær mega bíða, stundi konungur, – ég verð að leggja mig. – Því miður, konungur, þær éta uppskeruna ef biðin verður of löng. Við slepptum 2.000 krákum í nótt en í morgun komu 3.000 nýjar með áríðandi beiðnir. Heimurinn stýrir sér ekki sjálfur. Hrafntinna gekk feimnislega nær. Konungur leit upp, brosti þreytulega en sagði svo: – Farðu nú aðeins út í garð og leiktu þér. Ég kem rétt strax, ég þarf að svara mikilvægu bréfi. Hrafntinna gekk dauf í dálkinn út í garðinn sinn með pönduna í eftirdragi og hitti Jako. Hún settist við tjörnina og horfði á stóru hornsílin synda hjá. Litli nashyrningurinn nagaði heytuggu og dádýrin sváfu undir sveppi. – Þögnin sefar ekki sorgina, sagði Jako. – Af hverju er hann svona upptekinn? – Sá sem safnar öllu sprekinu gæti brennt sig á bálinu. – En hvenær verður hann búinn að stýra heiminum? spurði Hrafntinna. – Núna hefur hann engan tíma! – Líklega aldrei, sagði Jako. – Heiminum verður ekki stýrt með einu höfði. Konungur sat í miðjum valdavef heimsins, ringlaður í höfðinu yfir öllu sem þurfti að stýra og stjórna. Hann var yfirleitt farinn á fund áður en Hrafntinna vaknaði svo hann gat aldrei sagt góðan dag og Hvað á Jako við? sefa: hugga
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=