Töfraskinna

122 1. Skoðaðu vandlega myndirnar sem sýna Mýrdalsjökul árin 1986 og 2014. Skrifaðu stutta lýsingu á myndunum og muninum á þeim. 2. Lesið textann og viðtölin hér að framan. Veljið eitt atriði sem ykkur finnst mikilvægt eða áhugavert. Skrifið það niður og aflið ykkur frekari upplýsinga, til dæmis á netinu. Skrifið stutta kynningu og flytjið hana fyrir bekkinn. 3. Í textanum eru nokkur örnefni. Skrifið þau niður, útvegið ykkur kort af svæðinu, til dæmis í landabréfabók eða á netinu, og athugið hvað þið finnið mörg þeirra á kortinu. Staldraðu við … Hvers vegna ætli hlýnunin hafi svona mikil áhrif á fuglana? Af hverju ætli jökullinn breyti svona um lit? Hvers vegna skyldi flugvélin hafa horfið í jökulinn? Hvernig skyldi jökullinn hafa farið að því að skila vélinni og þeim sem í henni voru? Vissir þú að …? Til er rýmingaráætlun fyrir hvern einasta íbúa á láglendinu í Víkurþorpi og í nágrannasveitunum, þar sem hætta er á jökulhlaupum. Í áætluninni eru allir íbúar skráðir og upplýsingar um hvert á að fara ef Katla gýs. Áætlunin er endurskoðuð árlega, nýjum íbúum bætt við, flutningar og andlát skráð. Rýming þorpsins er æfð reglulega. Síðasta Kötlugos var 1918 og er Katla því komin „á tíma“ en aldrei hefur liðið svona langt á milli gosa frá landnámi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=