Töfraskinna
120 Mýrdalsjökull Þegar snjórinn lemur gluggana, vegir lokast vegna ófærðar og skaflarnir hlaðast upp, getur verið erfitt að sjá fyrir sér áhrif hnattrænnar hlýnunar á Íslandi. Samt sýna niðurstöður rann sókna að hlýnun hér á landi, síðan snemma á 19. öld, nemur rúmlega 0,7°C á öld. Merki þessarar hlýnunar sjást greinilega í náttúru Íslands. Sem dæmi má nefna að gróður vex hraðar og meira en áður og skógarmörk birkis færast ofar í landið. Hlýnunin gerir norðlægum fuglategundum, svo sem stuttnefju, erfiðara uppdráttar og umhverfisbreytingar í hafinu hafa valdið mikilli fækkun sjófugla. Jafnframt nema sífellt fleiri suðlægar fuglategundir land. Allir jöklar landsins sem ekki eru framhlaupsjöklar hopa hratt og þynnast. Íslenskir jöklar þynnast nú um u.þ.b. 1 m á ári að meðaltali. Mýrdalsjökull, syðsti jökull landsins og sá fjórði stærsti, er þar engin undantekning. Undir Mýrdalsjökli leynist ein þekkt asta eldstöð landsins, Katla, sem jafnframt er meðal þeirra sem gosið hafa hvað oftast síðan land byggðist. Mýrdælingar fylgjast vel með þessum volduga nágranna sínum og þekkja vel þær breytingar sem hafa orðið á jöklinum undanfarna áratugi. Systkinin Þorgerður og Grétar Einarsbörn eru fædd og uppalin í Reynishverfi í Mýrdal. Þau fluttu bæði
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=