Töfraskinna

117 sléttuúlfum, hrægömmum og óæðri skepnum að bráð; en ísbjörninn mikli leiddi þetta hjá sér og hélt varlega áfram með stefnuna á steininn. Grýttur jarðvegurinn var laus í sér og ísbjörninn þungur, og oftar en einu sinni rann urðin til undir fótum hans og dró hann með sér niður brekkuna þannig að mold og möl þyrlaðist upp. En jafnóðum og hann rann til baka hóf hann klifrið á ný, ákveðinn og þolinmóður, þar til hann náði upp á klöppina þar sem fótfestan var meiri. Steinninn var holóttur og skörðóttur eftir byssukúlur. Allt sem nornin hafði sagt honum var satt. Og til frekari sönnunar var þarna örsmátt heimskautablóm, fjólublár steinbrjótur sem blómstraði þótt ótrúlegt væri í skoru á steininum þar sem nornin hafði gróðursett hann sem vísbendingu. Jórekur Byrnisson gekk upp fyrir steininn. Þar var ágætis skjól fyrir óvinum að neðan en samt ekki fullkomið; því innan um kúlnaregnið sem olli því að flísast hafði upp úr steininum leyndust nokkrar kúlur sem hittu í mark og lágu þar sem þær höfðu stöðvast, í líkama mannsins sem hvíldi stjarfur í skugganum. Þetta var líkami, grafkyrr, en ekki beinagrind, vegna þess að nornin hafði lagt á hann álög til að hindra að hann rotnaði. Jórekur sá hvernig andlit félaga hans var herpt og afmyndað af kvöl vegna sáranna sem hann bar, og hann sá óregluleg götin í fötunum þar sem kúlurnar höfðu farið í gegn. Álög nornarinnar náðu ekki til blóðsins sem hlaut að hafa runnið úr honum en það var gersamlega horfið af völdum skordýra og sólarinnar og vindsins. Lee Scoresby leit ekki út fyrir að vera sofandi og það var heldur enginn rósemdarsvipur á honum; hann leit út fyrir að hafa fallið í bardaga; en það var eins og hann vissi að hann hefði ekki barist til einskis. Og þar sem loftfarsstjórinn frá Texas var einn þeirra fáu manna sem Jórekur virti þáði hann síðustu gjöf hans til sín. Hann brá klónum fimlega á loft og reif fötin utan af látna manninum, risti hann opinn með einu handbragði og hóf að háma í sig hold og blóð þessa gamla vinar. Þetta var fyrsta máltíð hans í nokkra daga og hann var farið að svengja. Hvers vegna leggur Serafína álög á lík Lees Scoresby?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=