Töfraskinna

113 3. kafli Skransafnarar Serafína Pekkala, drottning nornaættbálksins við Enaravatn, grét á meðan hún flaug um ókyrran himininn yfir heimskautssvæðinu. Hún grét af reiði og ótta og samviskubiti: reiði gagnvart þessari Coulter- konu sem hún hafði heitið að drepa, ótta við það sem var að gerast í ástkæru heimalandi hennar, og samviskubiti … Hún gæti fengist við samviskubitið seinna. Í millitíðinni varð henni litið niður á bráðnandi íshelluna, láglendisskógana sem flæddu yfir og ólgandi hafið, og hún var miður sín. En hún staldraði ekki við til að heimsækja heimaland sitt eða til að veita systrum sínum huggun og styrk. Þess í stað flaug hún í norður og enn lengra í norður, inn í þokurnar og stormana umhverfis Svalbarða, ríki Jóreks Byrnissonar, konungs brynjubjarnanna. Hún ætlaði varla að þekkja stærstu eyjuna. Fjöllin voru snjólaus og svört og það var aðeins í örfáum dölum sem einhvern snjó var að finna í skuggsælustu lægðunum; en hvað var sólin eiginlega að gera hér á þessum árstíma? Allri náttúrunni hafði verið umturnað. Það tók nornina mestallan daginn að finna ísbjarnakónginn. Hún sá hann innan um skerin undan norðurströnd eyjarinnar, á hröðu sundi á eftir rostungi. Það var erfiðara fyrir ísbirni að veiða í sjónum: þegar landið var þakið ís og sjávarspendýr þurftu að koma upp á yfirborðið til að anda voru birnirnir samlitir umhverfinu og bráð þeirra fjarri sínu rétta umhverfi. Þannig átti þetta að vera. En Jórekur Byrnisson var svangur og meira að segja hvassar vígtennur rostungsins náðu ekki að fæla hann frá. Serafína fylgdist með viðureign skepnanna á meðan sjávarlöðrið tók á sig rauðan lit og hún sá Jórek draga hræið upp úr öldunum og yfir á breiða steinsyllu, en þrír tætingslegir refir fylgdust með úr hæfilegri fjarlægð og biðu eftir að röðin kæmi að þeim að gæða sér á leifunum. Þegar bjarnakonungurinn hafði lokið máltíðinni flaug Serafína Hvers vegna ætli Serafína sé með svona mikið samviskubit?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=