Töfraskinna

112 Skuggasjónaukinn – Philip Pullman Skuggasjónaukinn eftir Philip Pullman er lokabindi þríleiksins um Lýru Belaqua og myrku efnin. Í heimi þar sem allar manneskjur eiga sér fylgjur, þar sem nornir og englar fljúga um loftið, brynjubirnir ríkja á ísnum, sígyptar sigla á síkjum og ám og Duft fellur af himnum, ferðast stúlkan Lýra á milli heima þar sem baráttan á milli góðs og ills verður sífellt harðari og hættulegri. Brynjubirnir: Skyni gæddir, brynjuklæddir og talandi ísbirnir. Serafína Pekkala: Drottning nornaættbálks. Frú Coulter: Höfuð kirkjunnar, barnaræningi og móðir Lýru. Jórekur Byrnisson: Konungur brynjubjarnanna. Lee Scoresby: Loftbelgjaflugmaður. Vinur og samherji Jóreks. Sígyptar: Farandþjóðflokkur sem ferðast um á bátum. Faa lávarður: Höfðingi sígyptanna. Moskóvítar: Fólk frá Moskóvíu. Her Moskóvíta samanstendur af málaliðum kirkjunnar. Stanislaus Grumman: Fræðimaður frá okkar heimi sem villtist óvart yfir í heim Lýru. Asríel Lávarður: Faðir Lýru. Vísindamaður sem sprengdi upp skilin á milli heimanna með ógnvænlegum afleiðingum. Ruta Skadi: Norn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=