Töfraskinna

9 með glasaglaumi og söng. Hrafntinna hafði ekki séð þetta fólk áður, alls kyns landstjórar og herforingjar stóðu upp með reglulegu millibili og héldu langar ræður. Þetta var stór dagur því héðan í frá yrði heiminum stjórnað frá konungshöllinni í Pangeu. Hrafntinna sá rétt glitta í föður sinn við hinn enda borðsins þar til aðalrétturinn myndaði fjallgarð á milli þeirra. Í matinn var heilgrillaður fíll sem var fylltur með vísundi sem var fylltur með sebrahesti sem var fylltur með antilópu sem var fyllt með geit sem var fyllt með kanínu sem var fyllt með skógarmús sem var með marínerað krækiber í rassinum. Þegar veislugestir voru farnir og Hrafntinna var háttuð kom konungur og settist hjá henni. – Það er gott að vera kominn aftur, sagði hann og strauk henni blíðlega um kollinn. – Takk fyrir öll bréfin, sagði hún feimnislega. – En mér finnst miklu betra að hafa þig hjá mér. Frá rúmi hennar sást glitta í stjörnur í loftglugga. Konungur benti á eina rauða stjörnu sem blikaði skærust allra. – Þessi stjarna heitir eftir móður þinni, hún heitir Vorsól. Hún vakir yfir þér og fylgist með þér. Hrafntinna starði hugfangin á stjörnuna og fékk kökk í hálsinn. Konungur dró bréf úr vasa sínum og rétti Hrafntinnu. Það var skrifað á kálfskinn og lokað með gylltum innsiglum. – Ef eitthvað gerist, Hrafntinna, ef eitthvað kemur fyrir mig og þú lendir í vanda skaltu opna þetta bréf. Það vísar leiðina að koti við litla tjörn þar sem móðir þín hvílir. Þar á þér að vera óhætt. En þú mátt aðeins opna það ef allar aðrar leiðir eru ófærar. Hrafntinna sá að hann var alvarlegur á svip. Hún kinkaði kolli og tók við bréfinu. Konungur kyssti hana létt á kollinn. – Þú ert svo sannarlega fögur eins og svala, sagði hann, strauk henni um vangann og sagði góða nótt. Hún fann hvað hönd hans var stór og mjúk, hún hlustaði á rödd hans hugfanginn: hrifinn, heillaður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=