Töfraskinna

106 1. Þær eru ekki ýkja margar, vísindaskáldsögurnar sem hafa komið út á íslensku. a) Ræðið hvers vegna svo fáar íslenskar vísindaskáldsögur hafa komið út. Haldið þið að það eigi eftir að breytast? b) Hvers konar vísindaskáldsögur mynduð þið vilja lesa á íslensku? c) Skrifið niður tillögur ykkar og berið saman við tillögur annarra hópa. Staldraðu við … Vísindaskáldskapur Möguleikar tækninnar, framtíð mannkyns, vélmenni, geimferðir og geimverur eru dæmi um umfjöllunarefni vísindaskáldskapar. Upphaf slíkra sagna má rekja til iðnbyltingarinnar sem hófst í flestum heimshlutum um 1760 og stóð fram undir miðja nítjándu öld, þegar vélarafl tók að mörgu leyti við af handafli. Með tilkomu gufuafls, rafmagns og flugs vöknuðu upp spurningar um þá óendanlegu möguleika sem mannkynið stóð frammi fyrir. Þessar nýjungar veittu höfundum innblástur til að segja nýstárlegar sögur og varpa fram spurningum um samband mannsins og tækninnar. Sagt er að fyrsta vísindaskáldsagan sé Frankenstein eftir enska rithöfundinn Mary Shelley. Bókin kom fyrst út árið 1818 og fjallar um vísindamanninn Victor Frankenstein sem skapar veru í mannsmynd frá grunni og tekst að veita henni líf. Frankenstein brýtur siðferðisleg gildi vísindanna, hann gengur of langt og ögrar náttúrlögmálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=