Töfraskinna

105 Geimverurnar og barnið – Elísabet Jökulsdóttir Eitt sinn komu geimverur fljúgandi til jarðarinnar frá ókunnri stjörnu og stálu þaðan barni sem hafði farið að heiman af því foreldrarnir tóku ekki eftir því. Þegar barninu var skilað mörgum ljósárum seinna var það ekki deginum eldra en þegar það hvarf en foreldrar þess orðnir hundgamlir við arineld. Og sem þau sáu barnið vera að þvælast um stofuna spurðu þau hvort annað hvaða barn þetta gæti verið og komust að þeirri niðurstöðu að sennilega væri þetta eitt af helvítis barnabörnunum. 1. Skrifið samtal foreldranna, frá því að þeir taka eftir barninu og þangað til þau komast að niðurstöðu um hvaða barn þetta sé. Æfið ykkur í að leika samtalið og flytjið það fyrir annan hóp eða bekkinn. 2. Hvað verður um barnið? Skrifið framhaldssögu í svipaðri lengd. Staldraðu við … Vissir þú að …? Ljósár er lengdareining sem stjörnufræðingar nota til að mæla þá fjarlægð sem ljós fer á einu ári í tómarúmi. Ljós er hraðasta fyrirbærið í alheiminum, það ferðast u.þ.b. 300.000 kílómetra á sekúndu, sem þýðir að það ferðast 9,461 × 1012 kílómetra á ári. Hvers vegna ætli foreldrarnir hafi ekki tekið eftir barninu? Hvers vegna heldur þú að geimverurnar hafi rænt barninu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=