Töfraskinna

103 raunveruleikaþátt um Mars One og umsækjendurna og senda út upplifun þeirra væri hægt að tryggja stöðugar tekjur upp á 6 til 7 milljarða dollara. Til þess að þetta gangi upp verður þessi sjónvarpsþáttur auðvitað að verða vin­ sælasta afþreyingarefni veraldar. Að lifa og deyja á Mars Umsóknir bárust frá rúmlega tvö hundruð þúsund manns. Sem stendur koma eitt þúsund umsækjendur til greina. Heimsbyggðin mun á endanum skera úr um hverjir fara til Mars. Hópur umsækjenda er fjölbreyttur. Aðallega karlar og konur á þrítugs­ aldri, flest með brennandi áhuga á vísindum og vísindaskáldskap. Einnig er að finna eldra fólk í hópnum, margt hvert gift, sumt fráskilið. „Tæknin er til staðar“ Við fyrstu sýn virðast tæknilegar út­ færslur Mars One vera traustar, að minnsta kosti áhugaverðar. Könnunar­ för munu fara nokkrar ferðir til Mars á undan ferðalöngunum og setja saman grunninn að búsvæðinu. Marsfar­ arnir koma sér fyrir í 50 fermetra ein­ staklingsherbergjum. Saman deila þeir 200 fermetra rými — félagsmið­ stöð í raun og veru. Grunnurinn að vel heppnaðri dvöl á Mars er ræktun. Geimfararnir munu rækta grænmeti og korn til næringar og um leið súr­ efni til öndunar. Skipuleggjendur Mars One fullyrða að hægt sé að ná þessum markmiðum með tækni sem er til staðar í dag. Það er að öllum líkindum rangt. Hópur útskriftarnema við MIT- háskólann birti á dögunum ítarlega úttekt á hugmyndunum. Út frá þeim skilyrðum sem þar er að finna komust nemendurnir að því að fyrsta dauðs­ fallið á Mars myndi eiga sér stað 68 dögum eftir komu til plánetunnar. Hætta er á að súrefni safnist saman í miklu magni með tilheyrandi sprengi­ hættu. Í þokkabót er ómögulegt að losa súrefni án þess að losa nitur um leið. Lausnirnar eru dýrar. Svo dýrar að þær kollvarpa hugmyndum Lansdorps og félaga. Klikkaðar hugmyndir „Við erum byrjuð að tryggja fjár­ mögnun, draumur okkar hefur grund­ völl í veruleikanum,“ segir Lansdorp á vefsvæði sínu. „Stuðningur fjárfesta og styrktaraðila er nauðsynlegur og það að sjá verkefnið okkar þróast í þessa átt er draumi líkast.“ Mars One hefur tekið höndum sam­ an við þá sem þróuðu raunveruleika­ þáttinn Big Brother. Jafnframt hafa nokkur hollensk nýsköpunarfyrirtækið lofað fjármagni. Vísindasamfélagið hefur aftur á móti ekki tekið vel í verkefnið. Nokkrir vísindamenn hjá NASA fullyrða að ómögulegt sé fyrir einkarekið fyrirtæki að standa í mönn­ uðum ferðum til Mars. Aðrir benda á að sjálf vísindavinna Mars One sé fjar­ stæðukennd. Yfirgnæfandi líkur eru á að áhyggjur vísindasamfélagsins reynist réttar. Það sem skiptir máli í öllu þessu er sjálf hugmyndin. Sjálf niðurstaðan er algjört aukaatriði, það er umræðan sem skiptir máli. Skyndilega eru allir að tala um Mars á ný og þessi umræða fylgir í kjölfarið á síendurteknum niður- skurði til NASA og vísindastofnana vítt og breitt um heiminn. Vísindasagan sýnir að klikkaðar hugmyndir eru bráðnauðsynlegar. [...] „Við erum ekki að fara til Mars til að deyja. Við erum að fara þangað til að lifa,“ segir Lansdorp. Myndir þú horfa á svona þátt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=