Töfraskinna

102 Fréttablaðið, 15. nóvember 2014 Veriði velkomin til Mars Maðurinn mun heimsækja Mars. Hvenær og hvernig er óvíst. Hollenskir frumkvöðlar fullyrða að lausnin felist í raunveruleikasjón- varpi og léttgeggjuðum þátttakend- um sem lítill skortur er á. Tíu ár eru síðan könnunarförin Spirit og Opportunity héldu til plánetunnar. Þessir sendiherrar okkar hafa litlar áhyggjur af andrúmslofti plánetunnar sem fyrst og fremst samanstendur af koltvísýringi og geimgeislum og sól­ blossum sem skella á plánetunni og gætu tætt erfðaefni mannsins í sundur. Við höfum sent 43 ómönnuð geimför í átt að Mars og mistekist í 21 skipti. Spurningin er þessi: hver er reiðu­ búinn að taka áhættuna og halda til rauðu plánetunnar og aldrei snúa aftur í fagra hlíð? Svo vill til að 200.000 manns hafa þegar tekið afstöðu og svarið er ákaft já. Big Brother í geimnum Árið 2024 hyggst Mars One, sem ekki er rekið í ágóðaskyni, senda fjóra ein­ staklinga frá jafnmörgum heimsálfum til Mars. Tvo karla, tvær konur. Þessir hugrökku og/eða sturluðu einstakl­ ingar verða nýlenduherrar Mars. Þau munu aldrei snúa aftur til jarðar heldur verða þau greftruð í ryðrauðri jarð­ vegsþekju Mars. Takist Mars One ætlunarverk sitt mun heimsbyggðin syrgja þessa ein­ staklinga þegar sú stund rennur upp. Hvert einasta mannsbarn mun þekkja þá enda verða þeir raunveruleika­ stjörnur af áður óþekktri stærðargráðu. Mars One verður nefnilega fjármagnað með sjónvarpstekjum. Verkefnið er hugarfóstur hollenska frumkvöðulsins Bas Lansdorp. Hann efnaðist mjög á stuttri veru sinni í orkugeiranum. Draumur hans er að stofna fyrstu nýlenduna á Mars. Öfugt við aðra stórhuga athafnamenn hefur Lansdorp aldrei einblínt á tæknilega annmarka verkefnisins (þeir eru marg­ ir) heldur hefur hann lagt áherslu á við­ skiptamódelið. Kostnaður við verkefnið nemur tug­ um milljarða evra. Hugljómunin kom þegar Lansdorp rýndi í tekjur af sjón­ varpsútsendingum vegna Ólympíu­ leikanna í Lundúnum. Með því að þróa Um hvaða fögru hlíð heldur þú að blaðamaður sé að tala? Hvers vegna ætli Marsfaranir geti ekki snúið aftur til jarðarinnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=