Töfraskinna

101 Raunveruleikasjónvarp Í raunveruleikaþáttum er fylgst með samskiptum fólks við tilteknar aðstæður. Fylgst er með því hvernig þátttakendur vinna saman, etja kappi hver við annan, hvernig þeir höndla aðstæðurnar, leysa vandamál og útkljá erjur. Spennan í þáttunum byggist á viðbrögðum keppenda, tilfinningum þeirra og uppátækjum. Oft er um útsláttarkeppni að ræða, keppendur eru kosnir burt eða dæmdir úr leik í samræmi við frammistöðu þeirra eða kænsku annarra keppenda, allt þar til einn stendur eftir. Sigurvegarinn er gjarnan leystur út með verðlaunum, oftar en ekki í formi hárrar peningaupphæðar. Venjulegt fólk án leikaramenntunar er valið í þættina. Umhverfi og aðstæður eru mótaðar fyrirfram af handritshöfundum en ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi handrit til hliðsjónar. Það er þó ekki víst að alltaf sé allt sem sýnist í þeim efnum. Nú á dögum eru til raunveruleikaþættir um nánast hvað sem er: Megrun, giftingar, eldamennsku, fatahönnun, húðflúrun, humarveiðar — fátt er raunveruleikasjónvarpi óviðkomandi. 1. Hvers vegna ætli raunveruleikasjónvarp sé eins vinsælt og raun ber vitni? Ef þið hafið séð raunveruleikasjónvarp sem ykkur fannst skemmtilegt, reynið þá að átta ykkur á því hvað það var sem gerði það skemmtilegt. 2. Hvernig væri hið fullkomna raunveruleikasjónvarp? Þið eruð sendinefnd á leið á fund dagskrárstjóra stórrar sjónvarpsstöðvar. Þið eruð með frábæra hugmynd og þurfið að vera afskaplega sannfærandi til að koma hugmyndinni að. Búið til stuttan leikþátt og leikið hann fyrir bekkinn. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=