Töfraskinna

100 1. Katniss er í mjög erfiðum aðstæðum, bæði vegna þess að hún þjáist af vatnsskorti og hún er í sífelldri lífshættu en hún vill ekki drepa neinn. Reynið að setja ykkur í spor hennar. Hvað mynduð þið gera til þess að finna vatn í skóginum? 2. Hvað gerist næst? Margskonar ógnir bíða þátttakenda í Hungurleiknum. Leikvangurinn er fullur af hættum, svo sem eitruðum gróðri, þurrki, flóðum, óðum furðuskepnum og svo framvegis. Hinir keppendurnir reyna að drepa þig og leikjameistararnir (þeir sem stjórna leikunum) geta tekið upp á nánast hverju sem er. En það er líka hægt að vera heppin/n, til dæmis með því að finna gott skjól, bráð sem endist lengi eða félaga sem stendur með þér. Skrifið bæði ógnir (skepnur, skógareld o.s.frv.) og kosti (bráð, vopn, vin o.s.frv.) á litla miða og setjið þá í skál. Dragið þrjá miða hvert og skrifið framhald af sögu Katniss samkvæmt því sem stendur á miðunum. Í þessu verkefni getur verið gott að vinna nokkur saman í hóp. Staldraðu við … Vissir þú að …? Manneskjan getur verið án matar í þrjár vikur en aðeins þrjá daga án vatns. Vatn er undirstaða alls lífs á jörðinni. Leitin að lífi á öðrum hnöttum, til að mynda á Mars, grundvallast á því að finna vatn, og út frá því lífræn efni. En ef til vill hefur líf myndast við aðrar aðstæður, án vatns, einhvers staðar þarna úti í alheiminum. Hver veit?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=