Töfraskinna

99 mikið og ég get í mig látið. Mér tekst naumlega að hafa vit fyrir sjálfri mér. Ég tek flöskuna skjálfhent upp úr bakpokanum og fylli hana af vatni. Ég tel eins marga dropa af joði og mig minnir að sé rétt ofan í flöskuna til að hreinsa vatnið. Hálftíminn sem ég þarf að bíða er alveg að gera út af við mig en ég þrauka. Ég held að minnsta kosti að það sé hálftími en ég get alls ekki beðið lengur. Hægt og rólega, segi ég við sjálfa mig. Ég drekk einn sopa og píni mig til að bíða. Svo annan. Næstu tvær klukkustundir klára ég alla tvo lítrana úr flöskunni. Svo tæmi ég aðra. Ég fylli flöskuna í þriðja sinn áður en ég kem mér fyrir uppi í tré þar sem ég held áfram að súpa vatn, borða kanínukjöt og læt meira að segja eftir mér að borða eina af dýrmætu kexkökunum mínum. Þegar þjóðsöngurinn hljómar líður mér miklu betur. Í kvöld sjást engin andlit, engin framlög dóu í dag. Á morgun ætla ég að halda mig hérna, hvílast, maka for á bakpokann til að fela litinn á honum, veiða nokkra af litlu fiskunum sem ég sá á meðan ég drakk og grafa upp rætur af vatnaliljum til að elda mér góða máltíð. Ég hnipra mig saman í svefnpokanum og held utan um vatnsflöskuna eins og hún geti bjargað lífi mínu sem vissulega er rétt. Nokkrum klukkutímum síðar hrekk ég upp við hófadyn. Ég horfi ringluð í kringum mig. Það er ekki enn kominn dagur en ég sé hann þrátt fyrir sviðann í augunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=