Töfraskinna

98 verjast. En ef einhver er nálægur í þessum hluta skógarins skiptir sá hinn sami sér ekkert af mér. Satt að segja finnst mér ég vera óravegu frá öllum öðrum lifandi verum. Ekki samt ein. Nei, núna beina þau örugglega að mér myndavél. Ég renni huganum yfir öll árin sem ég hef horft á framlög svelta, frjósa, blæða og ofþorna til bana. Ég er í mynd, svo framarlega sem ekki eru hraustlegir bardagar annars staðar. Ég fer að hugsa um Prim. Hún er líkast til ekki að horfa á mig í beinni útsendingu en samantektin er sýnd í hádegismatnum í skólanum. Hennar vegna reyni ég að leyna örvæntingu minni eins vel og ég get. Síðdegis veit ég hins vegar að endalokin eru í nánd. Fæturnir skjálfa og hjartslátturinn er of hraður. Ég gleymi ítrekað hvað ég er að gera. Ég hef margoft hrasað og tekist að skreiðast aftur á fætur en þegar greinin sem ég styð mig við rennur undan mér skell ég loksins á jörðinni og tekst ekki að standa upp aftur. Ég loka augunum. Ég hef misreiknað Haymitch. Hann ætlar sér ekkert að hjálpa mér. Gerir ekkert til, hugsa ég. Það er ekkert svo slæmt að vera hér. Loftið er ekki eins heitt og bráðum fer að kvölda. Ég finn daufan, sætan ilm sem minnir mig á liljur. Ég strýk fingrunum yfir sléttan jarðveginn og mæti engri mótstöðu. Þetta er ekki sem verstur staður til að deyja, hugsa ég. Fingur mínir teikna litla hringi í svalan, hálan jarðveginn. Ég elska for, hugsa ég. Oft og iðulega hef ég haft uppi á bráð með því að lesa í mjúka forina. Hún er líka góð við býflugnabitum. For. For. For! Ég galopna augun og gref fingurna í jörðina. Þetta er for! Ég hnusa af loftinu. Og þetta eru liljur! Vatnaliljur! Núna skríð ég yfir forina , dragnast áfram í átt að ilminum. Fimm metra frá staðnum þar sem ég datt skríð ég í gegnum plöntuþykkni og út í tjörn. Á yfirborði hennar fljóta gul, útsprungin blóm, fallegu liljurnar mínar. Ég get varla stillt mig um að stinga höfðinu í vatnið og svolgra eins for: aur, drulla joð: frumefni, fast efni sem gjarnan er blandað í vínanda til sótthreinsunar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=