Töfraskinna

8 Stríðið við tímann Pangeubúar tóku á móti Dímoni með lúðrablæstri og skrúðgöngum. Dímon horfði stoltur á steinlögð strætin og gyllta turna hallarinnar. Mest hlakkaði hann þó til að sjá Hrafntinnu. Hún beið eftir föður sínum í bláum kjól. Hún var orðin svo stór að hann þekkti hana varla aftur. Hún hefði viljað stökkva í fang hans en í höllinni tíðkuðust formlegir hirðsiðir. Hún hneigði sig því prúð, rétti fram hönd sína og fór með kveðjuna sem hún hafði lært: – Velkominn heim, faðir minn konungur. Konungur var virðulegur eins og konungi sæmir og sagði: – Takk fyrir, gleður mig að hitta þig, dóttir mín góð. Hrafntinna gaumgæfði föður sinn. Hann var ólíkur málverkunum og röddin ekki eins og hún hafði ímyndað sér. En það gafst ekki tími til að spjalla. Lúðrahljómur gaf til kynna að þau skyldu ganga beint inn í gyllta veislusalinn. Þar settust þau hvort við sinn endann á langborðinu þar sem tvö hundruð tignir gestir sátu í röð og fögnuðu Tímakistan – Andri Snær Magnason Þegar Dímon, konungur Pangeu missir eiginkonu sína, einsetur hann sér að sigra allan heiminn. Exel, bókhaldari hans, stjórnar ríkinu meðan á herförinni stendur. Síðasta vígið er sjálft norðurskautið en þar hittir Dímon gamla konu sem gengur við staf úr náhvalstönn og færir honum skelfilegar fréttir. Nú er hann loksins á leiðinni heim. Dímon: Konungur Pangeu Hrafntinna: dóttir hans Vorsól: látin móðir Hrafntinnu Þórdís: fóstra Hrafntinnu Jako: Öldungur sem talar aðeins í spakmælum Exel: bókhaldari konungs Ráðfinnur: ráðgjafi konungs gaumgæfa: rannsaka vel Hvernig siðir heldur þú að það séu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=