Þriðji Smellur

SKILABOÐ FRÁ FLUGFÉLAGINU 1. hluti Upplýsingar Á ferð og flugi Hér sérðu flugferðir til og frá Reykjavíkurflugvelli í dag og á morgun. Flugnúmer Frá Áætlun Staða Flugnúmer Frá Áætlun Staða Komur – Reykjavík NY019 Ísafjörður (IFJ) 14:00 Lent NY143 Akureyri (AEY) 16:00 Aflýst NY349 Egilsstaðir (EGS) 19:15 Áætluð koma 19:05 NY163 Akureyri (AEY) 10:50 Aflýst NY115 Akureyri (AEY) 10:30 Áætluð koma 10:30 NY329 Egilsstaðir (EGS) 11:25 Áætluð koma 11:35 NY123 Akureyri (AEY) 13:20 Áætluð koma 13:20 NY348 Egilsstaðir (EGS) 16:45 Á áætlun NY162 Akureyri (AEY) 17:50 Aflýst NY114 Akureyri (AEY) 08:30 Á áætlun NY328 Egilsstaðir (EGS) 08:55 Á áætlun NY122 Akureyri (AEY) 11:20 Á áætlun NY018 Ísafjörður (IFJ) 12:15 Staðfest brottför 13:15 NY128 Akureyri (AEY) 12:50 Á áætlun Brottfarir – Reykjavík Spreyttu þig! RÖSKUN Á FLUGI Stundum fjúka plönin út í veður og vind. Veðri er einmitt oftast um að kenna ef flug raskast. Hér er yfirlit um hvað er best að gera ef óvænt lykkja verður á leið þinni. SEINKUN • Þú færð sms og tölvupóst ef flugi seinkar. • Skilaboðin eru um stöðu flugsins. Við sendum þér líka upplýsingar um hvenær þú átt að mæta. • „Næstu upplýsingar“ þýðir að þú þarft ekki endilega að mæta á völlinn, heldur er verið að kanna flugskilyrði á ákveðnum tíma. • Þegar brottför er ákveðin færðu skilaboð með brottfarartíma. • Við staðfestum aðeins brottför ef við erum þess fullviss að flugskilyrðin séu góð. • Passaðu að skrá rétt símanúmer og netfang þegar þú bókar flugið. AFBÓKUN • Ef breyting flugfélagsins á fluginu hentar þér ekki geturðu afbókað flugið þitt. • Hringdu í síma 570 3030 til þess að afbóka. • Það er nóg að afbóka áður en endurbókaða flugið fer í loftið. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að afbóka flug sem er farið í loftið. • Þjónustuver opnar klukkan 7 og er opið til 18 alla virka daga. Um helgar er opið frá 8–16. FLUGI ER AFLÝST • Því miður gengur þú ekki fyrir í næsta flug ef þínu er aflýst. • Þú verður endurbókaður/-bókuð í næsta lausa sæti. • Við bætum við aukavélum eftir þörfum. 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=