Þriðji Smellur

5 Útskýringar segja okkur t.d.: – af hverju eitthvað gerist. – hvernig eitthvað þróast eða breytist. – hvernig eitthvað virkar. Hér þarf einnig að beita nákvæmni í lestri og vera viss um að skilja innihaldið. Myndlestur: Einnig kemur fyrir að rýna þarf í teikningar, ljósmyndir og skýringarmyndir (gröf, línurit, kort) og lesa út úr þeim upplýsingar líkt og um texta væri að ræða. Bókmenntatextar eru textar sem segja sögu til dæmis í formi skáldsagna, ljóða eða leikrita. Frásögn er þegar einhver segir frá skálduðum eða raunverulegum atburðum. Dæmi: Sendibréf, lesendabréf, tölvupóstur, ævisaga, viðtal, bloggfærsla, dagbók, ferðasaga, endurminning o.s.frv. Bókmennta- og frásagnartextar geta verið ljómandi skemmtilegir og því auðvelt að gleyma sér við lesturinn og njóta. Oft er slíkur lestur kallaður yndislestur. Á næstu blaðsíðum færð þú að æfa alls konar læsi. Ef þú vandar þig, sýnir þrautseigju og leggur þig fram við þjálfunina máttu trúa því að við lok bókar mun læsisfærni þín í lestri á mismunandi texta, vaxa og dafna. Orðarýni: Þegar þú rekst á orð sem þú átt erfitt með að skilja skaltu ekki hika við að fletta þeim upp, finna merkingu þeirra og auka þar með orðaforða þinn. Góður orðaforði er lykill að læsi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=