Þriðji Smellur

67 Á takkaskóm í Englandi Fyrir þá sem vilja verða betri í ensku og á sama tíma æfa knattfærni. Flestir dagar hefj- ast á fótboltaæfingu. Síðan er enskukennsla í þrjá tíma og seinni partinn eða á kvöldin er fjölbreytt afþreying í boði. Eins er gert ráð fyrir því að nemendur verji tíma með fjöl- skyldunni sem þeir búa hjá. Aldur : 10–15 ára Afþreying : Fótboltaæfingar. Dagsferð til London. Sigling í árabát. Fuglabúgarður heim- sóttur þar sem yfir 70 fuglategundir búa, allt frá stórum örnum til lítilla ugla. Keila, bíóferð og leikjakvöld. Staður : Oxford á Englandi Gisting : Heima hjá sérvöldum fjölskyldum, sem eru búsettar í Oxford og eiga börn á aldrinum 10-15 ára. Börn fjölskyldnanna taka einnig þátt á fótboltaæfingunum. Tungumál : Enska Hestabúgarður í Bæjaralandi Ertu hestamanneskja og langar þig að læra þýsku? Þá er þetta námskeið sniðið fyrir þig. Þátttakendur kynnast öllum helstu störfum sem þarf að inna af hendi á hestabúgarði. Eins öðlast þeir færni og sjálfstraust í reiðmennsku. Þeir læra að hirða um hestinn með því að kemba feldinn, greiða fax og tagl og verða öruggir í að leggja á reiðtygi. Þýskukennsla fer einnig fram á búgarðinum og er mikil áhersla lögð á talað mál. Aldur : 11–16 ára Afþreying : Reiðsýningar. Dagsferð til München. Stund í eldhúsinu: lært að baka eplarúllu eða „apfelstrudel“ sem er algengur eftirréttur í Bæjaralandi, Bayern á þýsku. Staður : Bæjaraland í Þýskalandi Gisting : Á hestabú- garði. Þátttakandi getur valið hvort hann leigi eins manns herbergi eða dvelji í 12 manna skála. Tungumál: Þýska Meðalhiti yfir sumarið (júní, júlí og ágúst) og aðrar upplýsingar um staðina fjóra: Staður Meðalhiti á daginn Meðalhiti á næturnar Fjöldi sólarstunda Fjöldi úrkomudaga að meðaltali Miami 31 °C 24 °C 12 14 Orbetello 28 °C 16 °C 8 4 Oxford 20 °C 10 °C 6 16 Bæjaraland 22 °C 11 °C 8 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=