Þriðji Smellur

66 Reyndu á þig! Upplýsingar Dýralíf í Miami Náðu góðum tökum á ensku eða spænsku um leið og þú kynnist dýrahaldi. Allir þátttak- endur byrja daginn á að aðstoða starfsmenn dýragarðsins við fæðugjöf og umönnun dýr- anna. Síðan er farið í skóla, sem er utandyra og þátttakendur velja hvort þeir læra ensku eða spænsku. Seinni partinn er fjölbreytt af- þreying í boði. Á kvöldin eru kvöldvökur. Aldur : 12–18 ára Afþreying : Fenjasigling í leit að krókódílum og slöngum. Hjólatúr eftir ströndinni. Strand- blak. Göngutúr um Litlu Havana. Kíkt í versl- unarmiðstöð og bíóferð. Staður : Miami á Flórídaskaga í Bandaríkjunum Gisting : Í sumarbúðum rétt hjá dýragarðinum. Fjórir svefnskálar eru fyrir þátttakendur, einn matarskáli og einn skáli þar sem kvöldvökur eru haldnar. Tungumál : Enska og spænska Vatnaíþróttir á Ítalíu Lærðu ítölsku í smábænum Orbetello á Ítalíu. Dagurinn er eitt samfellt ævintýri. Hann hefst á tungumálakennslu og eftir hádegismat er ýmist farið á strendur í nágrenni til að prófa, t.d. sjókajak, brimbretti, að snorkla, strand- blak og slaka á í sólbaði eða farið í fjall- göngur, fossaklifur og bátsferðir. Víst er að hver dagur er stútfullur af fræðslu, skemmtun, menningu og góðum mat. Aldur : 13–17 ára Afþreying : Strandíþróttir. Dagsferð til Rómar. Dagsferð til Pompeii. Baka pítsur og elda pasta. Bátsferð. Hjólatúr. Staður : Orbetello á Ítalíu Gisting : Heimavist skólans. Gist í 4ra manna herbergjum (2 kojur). Kaffitería og matsalur á heimavistinni. Tungumál : Ítalska Ævintýrasumar Dreymir þig um að læra nýtt tungumál? Eða ná betri tökum á tungumáli sem þú hefur nú þegar fengið smjörþefinn af? Út um allan heim eru tungumálaskólar sem sérhæfa sig í kennslu ungmenna á sumrin. Á morgnana er tungumála- kennsla með sérstakri áherslu á talmál og seinni partinn er ýmis afþreying í boði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=