Þriðji Smellur

64 Fræðitexti Sérkennilegasta bók í heimi Reyndu á þig! Í Yale-háskóla í Bandaríkjunum er að finna eitthvert merkasta safn gamalla og fáséðra bóka og handrita sem til er í heiminum. Þar á meðal er hið dularfulla Voynich-handrit sem hefur áunnið sér heitið „sérkennilegasta bók heims“. Enginn hefur náð að ráða í textann, þótt dulmálssérfræðingar, tölvusérfræðingar og málvísindamenn hafi unnið að því ára- tugum saman. Þetta mikla handrit er 240 síður og sjá má ummerki þess að síðurnar kunni upphaflega að hafa verið fleiri. Síð- urnar eru þéttskrifaðar og rittáknin alls meira en 170.000 talsins. Að auki er mikið af teikn- ingum og skýringarmyndum. Ekkert hefur þó gengið að ráða þessa gátu. Rittáknin líkjast engu þekktu stafrófi og tungumálið er alveg jafn óþekkt. Fyrst varð kunnugt um handritið þegar pólsk-bandaríski bóksalinn Wilfrid Voynich keypti það á Ítalíu 1912. Þá var ógerlegt að kveða upp úr um aldur þess en síðari tíma rannsóknir benda til að það sé frá 15. eða 16. öld. Kolefnisgreining frá 2009 bendir fremur til 15. aldar. Ekki hefur reynst gerlegt að rekja sögu hand- ritsins í neinum smáatriðum en þó er vitað um tilvist þess í Prag í byrjun 17. aldar og síðan hefur það alloft gengið kaupum og sölum. Höfundur handritsins er einnig ókunnur. Eignuðu margir það fransiskumunknum Roger Bacon sem uppi var á 13. öld. Hann hafði mikinn áhuga á dulkóðun og var um margt á undan samtímanum. Annar maður hefur oft verið nefndur til sögunnar, Edward Kelley, breskur dulspekingur á 16. öld. En æviskeið hvorugs passar við aldursgreining- una – 15. öld. Stóri leyndardómurinn er auðvitað sú spurn- ing hver hafi verið tilgangur þessarar bókar. Við fyrstu sýn minnir hún á kennslubók, eða jafnvel alfræðirit en þar eð engum hefur tekist að ráða í letrið, er tilgangurinn enn alveg óviss. Handritið virðist annaðhvort skrifað á mjög þróuðu dulmáli eða alveg óþekktu tungu- máli. Á síðustu árum hefur verið reynt að ráða í letrið með tölvuforritum en niðurstöð- urnar hafa reynst mjög misvísandi. Sumir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að tíðni rittákna og orða sýni greinilega að ekki geti verið um neitt tungumál að ræða og röð rittáknanna sé fullkomlega tilviljunar- kennd. Aðrir sérfræðingar túlka sömu tölvu- niðurstöður þannig að þær sýni að hér hljóti að vera um tungumál að ræða – en það sé ritað með allt öðrum aðferðum en þeir dul- málskóðar sem menn þekkja nú. En kannski verður einfaldlega aldrei unnt að lesa Voynich-handritið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=