Þriðji Smellur

62 Handbók Reyndu á þig! Ananas : Að borða niðursoðinn ananas er fyrir skemmtilegum vinafagnaði. Að handleika ferskan ananas, t.d. sneiða hann eða snæða, er fyrir nýjum verkefnum sem þér munu falla vel í geð. Blóð : Það er afar vont tákn, boðar erfið veikindi, sumir segja það feigðartákn. Dökkt og óhreint blóð er fyrir erfiðleikum og þjáningum en hreint og fallega rautt blóð getur verið fyrir einhvers konar breytingum. Foreldrar : Það er álitið mikið gæfumerki að dreyma foreldra sína, einkum ef þau eru ánægð og vel til fara. Kjúklingur : Hópur af kjúklingum er fyrir breyt- ingum til góðs. Að sjá eldaðan kjúkling er fyrir smávægilegri skemmtun en að borða kjúkling er fyrir velgengni á vinnustað eða í skóla. Tístandi kjúklingar geta verið fyrir ómerkilegu umtali. Líkbíll : Svo furðulegt sem það er getur líkbíll í draumi táknað skemmtun eða einstaka ánægjustund. Náttföt : Ef þú sprangar um í náttfötum skaltu hugleiða hvort hæfileikar þínir séu ekki vannýttir. Róla : Gott tákn í draumi að sveifla sér léttilega í rólu. Tóm róla en á hreyfingu er fyrir söknuði. Saur : Mannasaur er ævinlega fyrir pening- um, því meiri saur, því meiri peningar. Töng : Að dreyma töng getur boðað óvæntan hjálparmann. Vasi : Skrautlegur vasi getur táknað leyndarmál, hann getur líka verið fyrir verkefni sem þú ert að fást við. Draumaráðningar Mörgum finnst gaman að reyna að ráða drauma. Finna út hvað draumarnir þýða og sjá hvort eitthvað í þeim geti sagt til um framtíðina. Elstu draumaráðningabækur koma frá Egyptum og eru yfir þrjú þúsund ára gamlar. Hjá Forn-Egypt- um var það algengt að fólk leitaði til presta til að ráða drauma sína. Á Íslandi er hægt að nálgast nokkrar útgáfur af draumaráðningabókum og eins eru til vefsíður sem bjóða upp á draumaráðningar. Þeir sem eru berdreymir geta oft ráðið sína drauma sjálfir. Að vera berdreyminn þýðir að draumarnir eru mjög skýrir og oft rætast þeir. Til dæmis er ekki óalgengt að berdreymið fólk viti af því að kona sé þunguð áður en hún tilkynnir þeim það. Dreymi fólk nöfn óskírðra barna, telja sumir það boða ógæfu að hunsa þann draum og skíra börnin öðrum nöfnum. Draumatákn úr bókinni Draumarnir þínir – Draumaráðningabók :

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=