Þriðji Smellur
Frásögn Afsökunarbeiðni 58 Reyndu á þig! Sæl Arnfríður, (okkur greinir á hvort betra sé að byrja tölvupóstinn með kveðjunni „Sæl háttvirta Arnfríður“ en þar sem við erum ekki sammála þá látum við þetta ávarp duga). Það voru hvorki skammir foreldra okkar né heldur vitneskjan um reiði þína sem fékk okkur til að skrifa þessa afsökunarbeiðni. Ekki misskilja, reiði þín snertir okkur djúpt og ávítur foreldra okkar hafa aldrei verið jafn orðmargar né heldur tjáðar af slíkum raddstyrk og í dag. En það er einlæg skömm og eftirsjá sem fær okkur til að skrifa þér þennan póst. Það var alls ekki ætlun okkar að reita þig til reiði. Við höfðum ekki einu sinni hug á því að pirra þig smávegis. Þú varst reyndar alls ekkert í huga okkar þegar við vöknuðum í morgun, borðuðum morgunmat, burstuðum tennur og gengum í skólann. En það er víst alveg sama núna hversu lítinn, já hreint engan, ásetning við höfðum á því að skaprauna þér, því okkur varð á í messunni. „Hvað voruð þið eiginlega að hugsa?“ hafa foreldrar okkar margspurt í dag, án þess þó að virðast hafa almennan áhuga á því að heyra svarið. En Arnfríður, við skulum segja þér hvað við vorum að hugsa, því þá áttu kannski auðveldara með að fyrirgefa okkur. Kannski. Vonandi. Þjóðfélagið, samfélagið, já og allar fréttastofur landsins eru alltaf að bera þau tíðindi að börn og unglingar lesi ekkert í dag. Að við skorum illa í samanburðarprófum og stöndum illa að vígi gagnvart jafnöldrum okkar í útlöndum. Við heyrum þessar fréttir, sem okkar á milli virka ekki mjög hvetjandi, og okkur langaði bara að afsanna það að enginn lesi í dag. Það var það sem við vorum að hugsa. Það var sem sagt bókmenntaleg vísun þegar ég batt Maju í línuna og hífði hana upp í fánastöngina. Okkur finnst mjög leiðinlegt að þú hafir hrasað á hlaupum frá skrifstofu þinni út á skólalóð. Enn leiðinlegra þykir okkur að á sama tíma og þú dast kylliflöt fjórum metrum frá okkur hafi stöngin brotnað og Maja dottið ofan á þig. Maja er reyndar mjög þakklát fyrir að hafa fengið mjúka lendingu. En að þú hafir viðbeinsbrotnað og marist illa víða um líkamann hryggir okkur. Við skiljum að þú sért reið, enda slösuð og við búin að eyðileggja fánastöng skólans. Eina sem við getum sagt er fyrirgefðu. Það er gott að það er fimmtudagur í dag, þú hefur þá morgundaginn og helgina til að jafna þig í skrokknum. Vonandi líður þér betur á mánudaginn þegar við sjáumst næst. Við lofum að næsta bókmenntalega vísun okkar mun ekki verða tekin upp úr sömu bók. Virðingarfyllst, Halli og Maja. Frá: "Haraldur Jónsson" <
[email protected] > Til: "Arnfríður Rúnarsdóttir" <
[email protected] > Cc: "María Rós Liljudóttir" <
[email protected] > Sent: Fimmtudagur, 25. janúar, 2018 14:51:08 Efni: Einlæg bón um fyrirgefningu Um hvað voru síðustu skilaboð sem þú sendir frá þér?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=