Þriðji Smellur
54 Fræðitexti Í fjalli í suðurhluta Kína finnur skordýrafræð- ingur förustaf sem er yfir 60 cm langur. Þetta er ný tegund og breytir viðhorfi manna um mögulega stærð skordýra. Kínverski vísindamaðurinn Zhao Ling hefur leitað að óþekktu skordýri allt frá því að bændur sögðu honum fyrir 16 árum af stóru skordýri sem væri á við vísifingur að gildleika . Kvöld eitt gekk hann upp á 1.200 metra hátt fjall í Guangxi-héraði og kom skyndilega auga á dökkan skugga. Fyrst virtist þetta bara mjóvaxin trjágrein en þegar hann kom nær, sá hann sér til undr- unar gríðarstóran förustaf á fótum sem voru ámóta langir búknum sjálfum. Mæl- ing leiddi í ljós að þetta var stærsta skordýr heims, 62,4 cm að lengd. Skömmu síðar var uppgötvunin kynnt opinberlega . Vísindin þekkja um 2.000 tegundir föru- stafa og þetta kínverska skordýr er alveg sérstök tegund. Förustöfum er það öllum sameiginlegt að vera langir og mjóvaxnir og Risaskordýr kemur í ljós í Suður-Kína þrífast í hitabeltinu og heittempruðu belt- unum. Þessi dýr hafa einkar gott lag á að dyljast með því að falla inn í umhverfið og þegar þeir hafa komið sér fyrir á trjágrein eða laufblaði getur verið afar erfitt að koma auga á þá. Merkileg skordýr hafa áður fundist í Kína. Árið 2014 fannst þar stærsta letifluga heims en vænghaf hennar mældist 21,5 cm. Stærsta skordýrið sem áður hafði fundist var einnig förustafur. Sá fékk heitið Phoba- eticus chani eða tröllstafur Chans. Sá mæld- ist 56,7 cm og er nú til sýnis á Náttúrusögu- safninu í London. Zhao Li tók förustafinn með sér á skor- dýrasafn í Vestur-Kína og gaf tegundinni nafnið Phryganistria chinensis Zhao. Dýrið verpti sex eggjum og afkvæmin mældust 26 cm löng eða lengri. Vísindamenn fylgjast nú með því hvaða stærð þessi nýja kynslóð nær. (Tekið úr Árbók Lifandi vísinda 2016 ) Prufið að slá inn leitarorðið förustafir. Skoðið myndir og myndskeið sem þið finnið. Reyndu á þig! Vissir þú að sumir á Íslandi eiga förustafi fyrir gæludýr? Við getum ekki fundið förustafi úti í náttúrunni en einstaka sinnum er hægt að kaupa þessi snotru gæludýr í dýrabúðum. Það þarf að hugsa vel um förustafi og passa að það sé alltaf rakt í búrinu þeirra. Þeir eru jurtaætur og éta, t.d. laufblöð og salatblöð. Myndi þig langa í förustaf sem gælu- dýr? Hvað myndir þú nefna hann?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=