Þriðji Smellur

52 – Ég þarf að hjálpa Jidu að leita að mömmu og Jödu, hugsar Ishmael. Blóð lagar úr djúpum skurði á læri en Ishmael finnur að fæturnir eru heilir. Hann ætlar að styðja sig með hægri hendinni en sér þá að handleggurinn er brot- inn, hangir saman á húðinni. En Ishmael finnur ekki sársauka. Hann grípur klút úr rústunum og reynir að binda um laskaðan útliminn. Traustar hendur taka um hann, búa um brotið með svartri slæðu og priki, sveipa slitnu sjali um öxl og binda upp handlegginn. Það er kona bakar- ans. Hún er öskugrá og tárvot en hefur hraðar hendur og festir fatlann orðalaust aftur fyrir bak. Svo tekur hún tusku og bindur þétt um læri drengsins til að stöðva blæðinguna. – Allah veri með þér, kæri Ishmael. Guð veri með okkur öllum. Því næst er hún horfin inn í gráa skýið. Lestu og svaraðu 1. Hvað hvíldi á fótum Ishmaels þegar hann fékk aftur meðvitund? _____________________________________________________________________________________ 2. Hver finnur Ishmael í rústunum? _____________________________________________________________________________________ 3. Hvernig komst Ishmael undan veggnum? Afi hans hjálpaði honum. Kona bakarans togaði hann undan. Hjálparstarfsmenn lyftu brotinu af honum. 4. Litla systir Ishmaels var nefnd ________________ sem þýðir ________________. 5. Hver hjálpar Ishmael að binda um handegginn? _____________________________________________________________________________________ 6. Bak við húsarústir bakarafjölskyldunnar er stór og mikil hola. Hvað stóð þar áður? _____________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________ Ishmael staulast á fætur. Hann skimar í kringum sig, reynir að átta sig á aðstæðum. Þar sem áður var gata eru nú gráar rústir og grátandi manneskjur, öskuþoka og fólk á hlaupum eða skríðandi undan braki. Hann stendur á grjóthrúgu yfir skóbúð föður síns og horfir á húsarústir bakarans. Þrjár bygg- ingar við götuna hafa hrunið í þessari árás. Handan við bakararústirnar er djúp gryfja þar sem skólinn var. Hann var sprengdur í sumar. Mamma hans kenndi við skólann. Mamma. Hann lítur í kringum sig, sér hvítu hjálmana klifra á veggjabrotum og lyfta steinklumpum. Lífvana líkamar eru dregnir upp úr gjótum og gryfjum. Alls staðar er fólk að grafa. Það hrópar, grætur, grefur. Mamma, elsku góða og stranga mamma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=