Þriðji Smellur

4. Hvað veistu núna um aðstæður Ishmaels? Hvað kom fyrir? _____________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________ 5. Hver er Jidu? _____________________________________________________________________________________ 6. Hver heldur þú að Jada sé? _____________________________________________________________________________________ 51 – Ishmael, Ishmael! Rödd Jidus er hás og ör- væntingarfull, næstum grimm. Ishmael finnst hann svara en hann veit ekki hvort það koma orð. Var það brauðið sem flaug upp í loftið eða var það Jada? Litla, fallega Jada sem fékk nafn- ið af því að Jada táknar gjöf. Hún fékk þetta nafn af því að hún var gjöf gleði og vonar inn á heimilið í miðju þessu ljóta stríði, sagði pabbi. Sagði pabbi? Hvar var hann? Já, horfinn. Löngu horfinn. Þeir komu og sóttu hann. En hvenær? – Ishmael! öskrar Jidu af gleði. Hann finnur hönd grípa um handlegg sér, stóru lúkuna hans afa. Hann heyrir Jidu hrópa á hjálp, finnur heitan andardrátt hans á andliti sínu, römmu andfýluna sem er sæt og sefandi í öskugrám- anum. Jidu hrækir í klútinn sinn og strýkur augu Ishmaels, þurrkar rykið framan úr honum, rykið og blóðið. Ishmael pírir augun og sér afa sinn, blóðugan en brosandi. Um leið sér hann hvítu hjálmana. Þeir beygja sig yfir hann, lyfta steypunni eins og risar úr ævintýrum. Þeir 7. Hvert er sögusviðið? ____________________________________________________________________ 8. Hver er Rasha? ________________________________________________________________________ eru verur sem virðast frá öðrum hnetti, en hann veit hverjar þær eru, þessar verur. Hann hefur séð þær áður, hjálparsveitirnar með hvítu hjálmana, séð þær fara um stríðshrjáða borgarhluta Aleppo alla daga, séð þá bjarga manneskjum og lina þjáningar. Ishmael finnur sársauka í fæti um leið og farginu er létt af líkama hans. Jidu grætur en hlær líka. Hann hrópar og þakkar um leið og hann þreifar á öllum líkama Ishmaels. – Hann lifir! kallar Jidu. Elsku drengurinn minn lifir! Nú skellur hávaðinn á hljóðhimnum Ishma- els. Hann heyrir öskur og grát, hróp og skip- anir um allt, hreyfir höfuðið varlega og sest upp. Jidu æðir um rústirnar. – Rasha! hrópar hann. Rasha! Hafið þið séð Röshu? Og barnið. Hún hélt á litlu barni! Litla Jada! Rasha! Hrópin í afa fjarlægjast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=