Þriðji Smellur

Bókmenntir 3. hluti Úr bókinni Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Reyndu á þig! 50 1. Hvað heitir persónan sem er kynnt til sögunnar? _____________________________________________ 2. Hvernig líður honum? Nefndu a.m.k. fjögur dæmi til að rökstyðja mál þitt. _____________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________ 3. Hvað heldur þú að hafi gerst? ____________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________ Nafn hans virðist kallað inn í þykkt teppi. Það berst óljóst og draumkennt til hans. Svo hækkar röddin og færist nær. Þessi einhver sem kallar er afi hans. Þetta er Jidu. Hugsunin skýrist örlítið. Hann veit þó ekki ennþá að hann liggur hálfur undir mölbrotnum steypu- vegg. En hann er að átta sig. – Ég er Ishmael, hugsar drengurinn. Húsið varð fyrir sprengju. Gólfið gaf sig. Ég hrapaði. Íbúðin okkar var á þriðju hæð. Hann kreistir aftur augun og glennir þau upp til að sjá, finnur sáran sting í höfði. Jidu stóð við hliðina á mér. Hann rétti mér brauð og það kastaðist á loft þegar gólfið gaf sig og Jidu hrapaði. Ishmael finnst hann liggja fastur í gráu skýi. Hann heyrir óljósan óm af ótal hljóðum sem kafna í skýinu. Allt er þarna fyrir utan og hann er líkt og steyptur í vegg. Skyndilega grípur hann andann, reynir að halda honum en missir. Hann hóstar og kúgast, sýpur hvelj- ur, hóstar og tekur andköf. Ishmael verkjar í handlegginn, hann hreyfir fingurna varlega, opnar augun en sér aðeins gráa skýið og finnur sandinn undir augnlokunum sem stingur eins og nálar. Eitthvað hvílir þungt á fótunum, eins og honum sé haldið föstum. – Ishmael! Ishmael! er hrópað í fjarska. Mamma var við gluggann. Hún hafði Jödu á handleggnum. Stóð við gluggann og hélt á Jödu. Þangað til brauðið tókst á loft. Þangað til glugginn sprakk og gólfið féll. Ishmael sér fyrir sér hvernig brauðið kastast hægt upp í loftið, snýst og lendir á ljósakrónunni. Og það rignir gleri og múr- steinum þegar Ishmael hrapar ofan í gráa skýið og missir meðvitund, þetta augna- blik sem allt springur og allt hrynur. Fyrst er hávaðinn ærandi, svo kafna hljóðin þegar eyrun lokast, sennilega lokast þau af því að þau neita að trúa. Eyrun neita að taka á móti hávaðanum sem fylgir tunnu- sprengju sem fellur á íbúðarhús.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=