Þriðji Smellur

Frétt 46 Bjargar rappið íslenskunni? Stundum heyrist það viðhorf að íslenskt rapp sé óskiljanlegt, framburður orða afkáralegur og mál- og hljóðfræðireglur allar virtar að vettugi. Raunin er hins vegar sú að rappið er mögulega bjargvættur íslenskrar tungu. Iris Edda Nowenstein, doktors- nemi í málvísindum og tal- meinafræðingur, og Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfars- rauðunautur RÚV, eru sam- mála um að í rappi sé tungu- málinu beitt af skapandi krafti og hugmyndaauðgi sem heilli yngstu kynslóðir Íslendinga. Iris telur að ný og spennandi framburðarmynstur birtist í íslensku rappi og sýni hvernig tónlistin hefur tekið tungu- málið í sína þjónustu. Hún tekur dæmi úr laginu „Ég vil það“ með Jóapé og Chase. Þar heyrist sungið um að hann sé „slaggur að njódda og livva“ í merkingunni að hann sé slakur að njóta og lifa. „Hann lengir samhljóðið og minnkar þar af leiðandi lengd- ina á sérhljóðinu. Með því að skoða þetta í málfræðilegu samhengi er hægt að átta sig á því hvað þetta er snjallt,“ segir Iris. […] Anna Sigríður bendir á að í óperusöng sé algengt að söngvarar lengi sérhljóðin til að þjóna laginu. Rappið sé annars konar listform en „þetta er sama hugsun á öðr- um forsendum.“ […] „Öldum saman var íslenskan sett inn í ákveðið mót í kveð- skap, það voru reglur um hrynjandi, stuðla og rím. Brag- arhættirnir eru mismunandi og krefjast mismunandi að- gerða til að koma málinu rétt fyrir. Rapp er bara ný tegund af bragfræði,“ segir hún. Iris telur íslenska rappara vera gott íslenskufólk. Ann- ars væru þeir ekki að rappa. „Maður þarf að vera flinkur í tungumálinu til að beita því svona, þetta er sköpun og ekki fyrir hvern sem er.“ Iris heldur áfram: „Við eigum að vera þakklát fyrir það að þau ákveða að rappa á tungumáli sem hefur lítinn markhóp, þannig séð. Við tölum mikið um það hvernig enskan nær til fleiri og fleiri sviða íslensks málsamfélags. Þegar upp er staðið er þetta fólkið sem hef- ur trú á íslenskunni og notar hana til að koma til skila sinni list og ástríðu. Við eigum ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut. Þetta er stórt framlag til að viðhalda íslenskunni og halda henni þannig að hún sé áhugaverð fyrir unga málnot- endur.“ Anna Sigríður tekur undir þetta: „Ég er mjög hrifin af íslenska rappinu. Það er svo mikil sköpun í því og það er svo frumlegt. Ég er líka mjög hrifin af því að þarna er sungið á nútímaíslensku. Þetta er nýr tónn í íslenskum kveðskap. […] Allir þessir rapparar sem rappa á íslensku, eru að flytja tungu- málið áfram og gefa því fram- haldslíf.“ Vinnið saman

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=