Þriðji Smellur

Lesendabréf Kæri Sáli Vinnið saman Fyrir mörgum árum var mjög vinsæll útvarpsþáttur meðal unglinga á Rás 2 sem hét Frístund. Unglingar gátu sent spurningar inn í þáttinn sem sálfræðingur svaraði. Árið 1986 var bókin Kæri Sáli gefin út. Í henni er hægt að lesa bréf, sem send voru í þáttinn, og svör sálfræðings- ins við þeim. Hér fyrir neðan er eitt af þeim bréfum sem eru í bókinni. Kæri Sáli. Mig langar að leita ráða hjá þér. Þannig er mál með vexti, að okkur mömmu kemur ekki vel saman. Við rífumst daginn út og inn. Mamma rífst og skammast yfir nær öllu, sem ég geri og þegar pabbi er í landi versnar ástandið um allan helming. Hann er ekki búinn að vera nema 10 mínútur heima, þegar hann byrjar að tuða í mér og skamma, eins og ég sé ein á þessu heimili. Bróður minn skamma þau aldrei. Þau verja hann eins vel og þau geta. Ef þau biðja mig um eitthvað, t.d. að fara út í búð og biðja svo bróður minn um að taka inn þvottinn á meðan, er hann aldrei búinn, þegar ég kem aftur. Þá verð ég að gjöra svo vel að hjálpa honum. Ef ég reyni að malda í móinn, verða þau alveg brjáluð og segja að ég verði að gera mér grein fyrir því að hann bróðir minn sé tveimur árum yngri en ég. Og svo er hann líka strákur. Það þýðir ekkert fyrir mig að segja þeim að þau hafi sagt þetta frá því að ég var 8 ára, en nú er ég 12, og að hann hljóti að vera búinn að læra hvert handtak af mér. Þá verða þau bara enn verri og loka mig inni. Ég á systur, sem er bara nokkurra mánaða og mér finnst oft gaman að leika við hana og „dúlla“ svolítið með hana. Ef ég geri þetta þegar pabbi sér, verður hann alveg brjálaður. Það er eins og þetta barn sé friðað fyrir öllum nema honum. Hvað á ég að gera? Fara að heiman, svo mamma og pabbi sjái að þau geta ekki alla tíð farið með mig eins og smákrakka? Ein sem vill gera uppreisn 40

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=