Þriðji Smellur

Handbók 36 Handbókin Strákar fjallar um ýmis mál- efni sem eru unglingum hugleikin. Þessi bók er skrifuð með stráka sérstaklega í huga. Í handbókinni er meðal annars hægt að lesa sér til um persónuleika, vináttu, kynþroska, tilfinningar, kynlíf, lífsstíl, samskipti, heilsu og útlit. (Sjálfs)Ræktin Margir fara í ræktina. Við gerum það til þess að rækta líkam- ann, styrkja vöðvana og halda okkur í góðu formi. Margar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er duglegt að rækta líkama sinn fær fyrir vikið jákvæðari líkamsmynd. Líkamsmynd […] okkar verður jákvæðari við það að fara í ræktina og þess vegna fara margir þangað. Að nákvæmlega sama skapi verður sjálfsmynd okkar jákvæðari ef við stundum sjálfsrækt. Þrátt fyrir það stunda allt of fáir slíka rækt og sérstaklega á það við um stráka. En nú verður breyt- ing þar á, ekki rétt? En hvað er sjálfsrækt? Jú, það er að gefa sér tíma í að skoða sinn innri mann og reyna að hafa jákvæð áhrif á hann. Styrkja það sem gott er og horfast í augu við það sem betur má fara og reyna að breyta því. Sjálfsrækt þarf ekki að taka langan tíma. Það er alveg nóg að gefa sér 10 mínútur á dag og þá ætti vinnan að geta borið töluverðan árangur á örfáum vikum. Sjálfsrækt má stunda á marga vegu. Sumir stunda sjálfsrækt með öðrum, t.d. maka, vinum, foreldrum eða jafnvel sálfræð- ingi. Þá ræðir fólk saman um líðan sína og tilfinningar og gefur hvert öðru ábendingar. Sumir stunda ómeðvitaða sjálfsrækt, aðrir mjög markvissa og enn aðrir stunda sjálfsrækt bara af og til og þegar þeim þykir þörf á. Hér koma nokkrar ábendingar um það hvernig stunda má sjálfsrækt: • Skrifa dagbók og lesa hana yfir á um það bil hálfs árs fresti. • Gera verkefni, t.d. skrifa niður kosti sína og galla. • Gera æfingar, t.d. hrósa sjálfum sér eða ögra sér með því að gera hluti sem manni þykja erfiðir. • Fá aðstoð frá einhverjum sem þú treystir til þess að aðstoða þig við að lagfæra ákveðna hluta af sjálfsmynd þinni. • Stunda hugleiðslu. Setjast á kyrrlátan stað, loka augunum, hreinsa hugann. Staldra við og pæla í sjálfum sér og sjálfsmynd sinni. Vinnið saman

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=