Þriðji Smellur

34 Handbók Vinnið saman Ekki barn og ekki fullorðin Þegar við erum nýfædd þurfum við bara að drekka mjólk, kúka og pissa, sofa og fá ást og umhyggju. Það hugsar ekkert unga- barn: „Svakalega er ég léleg í að drekka brjóst“ eða „Ég er ekki góð í að sofa“, heldur grenja þau bara ef þau eru svöng, þreytt eða líður illa. Sjálfsmynd þeirra er að öðru leyti ómótuð. Þegar við verðum eldri lærum við að gagn- rýna okkur sjálf. Við förum smátt og smátt að skynja í hverju við erum góð, hvað okkur finnst skemmtilegt og hvar við mættum vera sterkari. Þá er líka tímabært að byrja að skoða hvenær og hvort sjálfsmynd okkar er jákvæð eða neikvæð. Hjá mörgum hefst ákveðin sjálfstæðisbar- átta á unglingsárunum. Unglingar eru ekki börn en samt ekki fullorðnir heldur og það getur reynst erfitt að vera hvort tveggja í einu. Stundum eiga unglingar að geta tekið ábyrgð og hagað sér eins og full- orðnir en stundum er unglingum bannað að gera hluti eins og um lítil börn væri að ræða. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmynd unglinga þar sem þeir fá misvísandi skila- boð um það hvaða hlutverki þeir eiga að gegna. Sjálfstæðisbaráttan getur líka tengst því að unglingar búa í langflestum tilfellum í foreldrahúsum og þeim ber að hlýða for- eldrum/forráðamönnum sínum þar til þeir hafa náð 18 ára aldri. Aftur á móti er ekk- ert sem segir að unglingar geti ekki verið ósammála foreldrum sínum, haft aðrar skoðanir eða aðra sýn á lífið. Kannski eru foreldrar þínir mjög trúaðir en þú ekki. Kannski hafa foreldrar þínir annan smekk en þú. Kannski leggja foreldrar þínir áherslu á annað en þú í umgengni á heimilinu. Sumt af þessu getur orsakast af aldursmuninum á ykkur, annað gæti verið vegna þess að þið hafið að geyma ólíka persónuleika. Handbókin Stelpur – Tíu skref að sterkari sjálfsmynd fjallar um ýmis málefni sem eru unglingum hugleikin. Þessi bók er skrifuð með stelpur sérstaklega í huga. Í handbókinni er meðal annars hægt að lesa sér til um vináttu, sjálfsmynd, áhugamál, fjármál, ást, kynlíf, samskipti, heilsu og útlit. KRISTÍN TÓMASDÓTTIR telpu TÍU SKREFAÐ STERKARI SJÁLFSMYND ™ ™

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=