Þriðji Smellur

33 Hópumræður Ræðið fyrstu spurninguna. Þegar umræðum um hana er lokið þá gefið þið ykkur tíma til að skrifa niður það svar sem ykkur finnst vera best. Síðan ræðið þið spurningu tvö og svo koll af kolli. 1. Í fyrstu myndasögunni er gefið til kynna að unglingar séu ekki mjög málglaðir eða tilbúnir til að ræða um daginn og veginn. Hvað finnst ykkur? Er eitthvað til í þessu? Finnið dæmi um það sem unglingar vilja ræða við foreldri og hverju þeir vilja halda út af fyrir sig. 2. Hvers konar samskipti nota ykkar jafnaldrar? Ef þið eruð heima og þurfið að ná í einhvern, hvaða leið notið þið? (Farið þið í heimsókn til viðkomandi, hringið þið, sendið þið skilaboð og ef svo með hvaða miðli?) 3. Hvað hefur áhrif á að þið veljið þá samskiptaleið sem þið veljið? (Er það, t.d. hver það er sem þið þurfið að ná í, veðrið, tíminn sem þið hafið?) 4. Skoðið þriðju myndasöguna. Eru þetta heiðarleg samskipti? Er erfiðara að segja eitthvað nei- kvætt við manneskju sem stendur fyrir framan þig en að skrifa eitthvað um hana á samfélags- miðlum? Af hverju/Af hverju ekki? 5. Hvað haldið þið að skipti mestu máli þegar skopmyndateiknarar semja myndasögu? Eru það myndirnar, svipbrigði, textinn, samspilið, eða eitthvað allt annað? 6. Eigið þið ykkur uppáhalds skopmyndateiknara? Ef svo er, af hverju er hann eða hún í uppáhaldi? Settu þig í spor skopmyndateiknara, sjá bls. 71

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=