Þriðji Smellur

29 Heilastöðin sem stýrir líkamsvexti er fyrst til að taka þroska- stökk. Breytingar á líkamanum eru því líklega það fyrsta sem bendir til þess að þú sért á unglingsaldri. Og það eru sko engar smá breytingar. Þú hefur pottþétt fengið góða fræðslu um mannslíkamann. Eitt ætla ég samt að nefna og það er að nefið á þér og öllum hinum mun stækka heilmikið. Næst er það stöðin sem stýrir tilfinningum. Þú munt upplifa miklar tilfinningasveiflur. Eina stundina ertu hress og kát/ur en þá næstu ákaflega óhamingjusöm/samur. Þú ferð ýmist að gráta út af litlu eða færð svakaleg hlátursköst. Eina stundina móðgastu rosalega yfir einhverju. Þá næstu þykir þér svo vænt um besta vin þinn að þú ert að springa af kærleika. Svo ekki sé minnst á það þegar þú fellur fyrir annarri manneskju og heimurinn fer á hvolf! Þessar skapsveiflur leiða okkur að heila- stöðinni sem er næst í röðinni; þeirri sem stýrir áhuga, einbeitingu og metnaði. Þar sem tilfinningar þínar vita hvorki upp né niður munt þú eiga erfiðara en áður með einbeitingu. Hjá sumum er metnaður líka í lágmarki. En að sama skapi upplifir þú gríð- armikinn áhuga á, t.d. frægum persónum, bókum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum eða tónlist. Það er eiginlega verið að meina þrá- hyggju. Þú munt nefnilega fá hitt og þetta algjörlega á heilann. Síðust í röðinni er heilastöðin sem mótar dómgreindina. Sem er ekki alveg nógu gott því það er einmitt dómgreindin sem hjálpar þér að meta aðstæður, taka rökréttar ákvarðanir og forða þér úr hættulegum að- stæðum. Þú skilur af hverju það er alls ekki gott að sú stöð sé síðust í þroskaröðinni, er það ekki? Hér er komin skýring á því af hverju fullorðna fólkið í kringum þig hagar sér undarlega. Það er alls ekki að breytast. Það ert ÞÚ sem ert að taka breytingum. Í raun og veru er það ekkert annað en kraftaverk sem á sér stað í líkama þínum. Hann er að uppfæra lítið krakkakríli yfir í fullorðna manneskju. Ég hef ekki enn heyrt um tölvubúnað sem getur leikið það eftir. Líkamlegur Tilfinninga- Áhugahvöt, þroski þroski einbeiting Dómgreind og metnaður Skoðum uppfærsluna nánar. Heilinn þroskast frá barnsheila í fullorðinn í þessari röð: Þetta er mikið af flóknum upplýsingum um þig og næstu 10 árin í lífi þínu. Ég ætla nú að draga saman helstu niðurstöður: • Þú ert að verða unglingur. • Heilinn í þér mun á næstu 10 árum taka miklum og góðum breytingum. Þú verður áfram sama manneskjan en breytingarnar á heilastarfsemi þinni búa þig undir fullorðinsárin. • Líkami þinn breytist. Sem er algjörlega frábært! • Þú glímir við alls konar tilfinningar, sumar góðar, aðrar hundleiðinlegar. Þú skalt njóta þeirra góðu og takast á við þær slæmu. Talaðu við fólkið þitt og segðu frá hvernig þér líður, þá verður allt einfaldara. • Þú lendir í útistöðum við fullorðna. Það mun reyna að stjórna þér og pína þig í að gera hluti sem þú hvorki nennir né langar til að gera. Það mun skamma þig og skipta sér af málum sem þér finnst því ekki koma við. En mundu að þetta er fólkið þitt, sem dýrkar þig og dáir og vill gera sitt besta til að koma þér í gegnum gelgjuskeiðið. • Þú átt eftir að gera alls konar mistök. Það gera allir! En mundu að mistök eru til að læra af. Gangi þér vel í þroskaferlinu, ágæti unglingur! Þinn velunnari, Karitas Snæfríður Finnbogadóttir, 24 ára síðan í fyrradag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=