Þriðji Smellur

Upplýsingar Kæra barn. Nú nálgast táningsárin á ógnarhraða. Þú tekur ef til vill eftir breytingum á líkama þínum. Auk þess hefur geta þín í athöfnum daglegs lífs aukist og þú ert frjálsari og sjálfstæðari en þú varst á yngri árum. Kannski hefur þú ekki orðið var/vör við neitt af þessu og telur að líf þitt og líkami sé bara alveg eins áður … sem er allt í lagi því öll þroskumst við og breytumst á misjöfnum hraða. En eitt er það sem hefur líklega ekki farið fram hjá þér. Það eru breytingarnar sem hafa smátt og smátt orðið á fullorðna fólkinu í kringum þig. Það er sennilega orðið fúlla og uppstökkara en áður og hefur að mestu tapað kímnigáfunni. Það skilur ekki alltaf hvað þú ert að reyna að segja, hefur ekki hugmynd um hvernig þér líður og er sífellt að reyna að stjórna þér. Fyrir svo utan allt tuðið. Hver nennir eiginlega að tuða svona mikið? Þú kannast við eitthvað af þessu, ekki satt? Jú, einmitt. Það grunaði mig. En örvæntu eigi! Þetta lagast. Hinir fullorðnu munu jafna sig og verða sjálfum sér líkir aftur. Eftir rúmlega 10 ár. Þegar þú nálgast 24. aldursárið. En viltu vita ástæðu þessara breytinga á annars ágætu fullorðnu fólki í lífi þínu? Svarið er svolítið langt. Þú verður að lesa til enda til að skilja samhengið. Ekki bugast við lesturinn! Jú, sjáðu til eitt af undrum unglingsáranna er að stýrikerfið sem kallast heili tekur rosalegum breytingum. Á þessum tíma aftengjast heilafrumur sem ekki eru lengur í notkun en um leið styrkjast þær tengingar sem við notum og nýjar verða til. Það er nánast eins og þú sért að fá nýja allsherjar uppfærslu og allir sem hafa komið nálægt tölvum og snjallsímum vita að slíkt ferli tekur dágóðan tíma. Á meðan á uppfærslunni stendur fer unglingurinn, þú, oft og á tíðum að hegða sér og hugsa öðruvísi en hann er vanur. Vinnið saman 28 2. hluti Mannsheilanum er skipt í tvo hluta, hvelaheilann (cerebrum) og litla heila (cerebellum ). Hvelaheilanum er skipt í hægra og vinstra heilahvel og hann er þannig uppbyggður að vinstri hluti heilans stjórnar hægri hluta líkamans og öfugt. Litli heili er útvöxtur úr heilastofn- inum og liggur neðanvert við hvelaheilann. T i l f i n n i n g a r O r ð h e p p n i Kynlíf Svefn Tónlist Almenn skynsemi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=