Þriðji Smellur

26 Upplýsingar Umboðsmaður barna er með heimasíðuna www.barn.is þar sem þú getur fundið ýmsar upplýsingar um réttindi og hagsmuni barna á Íslandi. Þú getur lesið þér til um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og undir flipanum Börn og unglingar finnur þú svör við ýmsum spurningum sem ef til vill brenna á þér. Hvenær má ég hvað? Eftir því sem börn eldast öðlast þau meiri rétt til að hafa áhrif á eigið líf en að sama skapi eykst ábyrgð þeirra. 6 ára • Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 nema í fylgd með fullorðnum. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir. • Barn á rétt á og er skylt til að sækja skóla frá 6 ára aldri að jafnaði. • Barn sem hefur verið ættleitt á rétt á að fá að vita um ættleiðinguna fyrir 6 ára aldur eða fyrr ef það hefur þroska til. 10 ára • 1. júní á því ári sem barn verður 10 ára má það fara eitt í sund. Það er á ábyrgð foreldra að senda barn sem ekki kann að synda eitt í sundlaug. 12 ára • Barn sem er orðið 12 ára þarf að samþykkja að einhver ættleiði það. • Barn sem er orðið 12 ára þarf sjálft að samþykkja breytingu á nafni. • 12 ára barn á rétt á því að tjá sig um þá læknismeðferð sem læknir vill veita því. Þó á alltaf að hlusta á skoðanir yngri barna. • 12 ára barn á alltaf rétt á því að segja skoðun sína á því hvort það vill vera áfram í trúfélagi með foreldrum eða skipta um trúfélag. Þó á alltaf að hlusta á skoðanir yngri barna. 13 ára • Unglingar á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22, séu þeir ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistar- tíminn um tvær klukkustundir. • Unglingar 13–14 ára mega vinna létt störf í allt að 2 klst. á dag á starfstíma skóla en 7 klst. á dag utan starfstíma skóla. Þeir mega ekki vinna á milli kl. 20 til kl. 06 á morgnana og eiga rétt á a.m.k. 14 klst. hvíld á sólarhring. Spreyttu þig!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=