Þriðji Smellur

24 Flugkappinn Amelia Earhart Amelia Mary Earhart fæddist í Kansas í Banda- ríkjunum þann 24. júlí. Foreldrar hennar voru Edwin og Amy Earhart. Amelia ólst upp í bænum Atchison ásamt yngri systur sinni Muriel. Edwin Earhart fór með dætur sínar á bæjarhátíð í Iowa. Þar sá Amelia flugvél í fyrsta skipti. Flugvélin kveikti ekki áhuga hennar þá og hún hafði engan áhuga á að fara í flugferð þrátt fyrir hvatningu föður síns. Fjölskyldan flutti oft og Amelia sótti marga skóla. Hún hafði mikinn áhuga á efnafræði en fann sig ekki í námi. Í jólafríi heimsótti Amelia systur sína sem þá bjó í Torontó í Kanada. Fyrri heimsstyrj- öldin stóð sem hæst og ungir menn sneru margir særðir heim af vígvellinum. Amelia vildi leggja sitt af mörkum. Hún gekk til liðs við Rauða krossinn og vann sem sjálfboðaliði á herspítala. Í Toronto fór Amelia ásamt vinkonu sinni á flug- sýningu. Þar kviknaði áhugi hennar á flugi. Spænska veikin stakk sér niður í Toronto. Amelia var óþreytandi í sjálfboðastarfi sínu og hjúkraði sjúklingum af alúð. Loks veiktist hún sjálf og lá mikið veik í nokkra mánuði. Hún var lengi að ná sér en notaði tímann til að lesa og kynna sér vél- virkjun. Ameliu var boðið í sína fyrstu flugferð. Ferðin tók ekki nema 10 mínútur en nægði til að sannfæra Ameliu um að hún vildi leggja flugið fyrir sig. Í heilt ár vann Amelia hörðum höndum við ýmis störf og lagði fyrir til að komast í flugnám. Þann 3. janúar rættist draumurinn og hún fór í sinn fyrsta flugtíma. Flugmennirnir Wilmeer Stultz og Louis E. Gordon flugu frá Nýfundnalandi til Wales í Bretlandi. Ameliu var boðið með en einungis sem farþega þar sem hún hafði ekki öðlast nægilega reynslu í blindflugi. Ferðin gekk ekki þrautalaust fyrir sig og tók 20 klukkustundir og 40 mínútur. Þar með varð Amelia fyrsta konan til að fljúga yfir Atlants- hafið. Amelia flaug aftur yfir Atlantshafið. Í þetta skipti varð hún fyrsta konan til að fljúga þessa leið sjálf. Amelia var staðráðin í að verða fyrsta konan til að fljúga í kringum jörðina. Hún lagði af stað í vél sinni Lockheed Electra frá Oakland á vesturströnd Bandaríkjanna. Hún flaug þvert yfir landið til Miami. Þaðan lá leiðin yfir Atlantshafið, Afríku og til Ástralíu. Því næst flaug hún til Lae í Nýju-Gíneu. Þaðan var ætlunin að fljúga aftur til Bandaríkjanna. Þegar hér var komið sögu hafði Amelia lagt að baki 35.000 kílómetra og átti einungis 11.000 km eftir, þvert yfir Kyrrahafið. Stutt flug en áhættusamt. Amelia var hvergi bangin. En eitthvað fór úrskeiðis. Að morgni 2. júlí námu loftskeytamenn á skipinu Itasca sem statt var á Kyrrahafi tal- stöðvarsendingu frá Ameliu. Hún var að verða bensínlaus og leitaði í örvæntingu að lendingarstað sem ekki var auðfundinn á hafi úti. Samband rofnaði og áhafnarmeð- limir sáu ekki til vélarinnar. Síðan hefur ekk- ert til hennar spurst, eða hvað? Æviágrip Spreyttu þig! 1928 1921 1920 1918 1917 1907 1897 1937 1932

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=