Þriðji Smellur
20 Upplýsingar Spreyttu þig! Óska eftir vespu Óska eftir að kaupa rafmagnsvespu, ekki eldri en árgerð 2016. Má kosta allt að 80 þ. Svala s. 999 2288 Lyklar fundust! Lyklar fundust fyrir framan sund- laugina. Þeir eru á lyklakippu með skopparabolta. Sá sem telur sig eiga lyklana getur lýst þeim betur í afgreiðslu sundlaugar- innar til að fá þá afhenta. Smáauglýsingar Hægt er að senda inn smáauglýsingar á samfélags- miðla, í ýmis dagblöð eða hengja þær upp, t.d. á upplýsingatöflur í verslunum. Í smáauglýsingum reynir fólk að ná athygli með fáum orðum. Rækja er týnd Kisan okkar, hún Rækja, er týnd. Við höfum ekki séð hana í viku. Hún er bröndóttur skógarköttur og venjulega mjög gæf. Fundarlaun. Fjölskyldan Skógarbæ 25 s. 999 3377 Bækur til sölu Fékk fimm eins bækur með Passíusálmum Hallgríms Péturssonar í fermingargjöf. Fara fyrir lítið. Unnur, sími 999 5833 Aðstoð við heimanám Tek að mér að aðstoða grunnskólanem- endur við heimanám. Er kennaramenntuð og hef reynslu af því að kenna í 4.-7. bekk. Er með aðstöðu á bókasafni bæjarins. Sigrún,
[email protected] s. 999 3737. VANTAR ÞIG BARNAPÖSSUN? Tek að mér barnapössun. Ég er fimmtán ára, hef lokið námskeiðinu Börn og umhverfi hjá Rauða Krossinum og á sjálfur tvö yngri systkini. Get passað á daginn í sumar og á kvöldin frá og með hausti. Hlakka til að heyra frá ykkur. Mummi, sími 999 1127. Bý í Hlíðunum hjá mömmu og pabba. Mig vantar vin Hæ, ég heiti Óliver og er 4ra ára og okkur fjölskylduna vantar aðstoð. Ég er búinn í leikskólanum klukkan fjögur og mig vantar einhverja góða manneskju til að sækja mig, fara með mig heim til mín og leika við mig þar til pabbi er búinn að vinna. Viltu vera memm? Hringdu þá í pabba minn, hann heitir Jónas. Síminn hans er 999 8666. Íbúð til leigu 75 fm íbúð til leigu í Naustahverfinu. Tvö svefn- herbergi, sérinngangur og litlar svalir. Íbúðin er laus um næstu mánaðamót. Leiguverð er 110 þúsund með hita og rafm agni. Fyrirspurn ir í síma 999 6764 eða í netfangið
[email protected].
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=