Þriðji Smellur

18 Úlfur og Edda – Dýrgripurinn framhald … Úlfur beindi ljósinu að viðarstiga sem lá niður á við. „Pant ekki vera fyrstur.“ „Þú sem þarft alltaf að vera á undan,“ sagði Edda og starði ofan í tómið. Hún fékk skjálfta í hnén og fann svita spretta fram á enninu. „Jæja þá.“ Úlfur rétti Eddu símann. „Þú verður þá að lýsa mér leið. Ég þoli ekki myrkur,“ sagði hann og klifraði ofan í svart- holið. Eftir smá stund heyrðist hann kalla. Edda setti farsímann í leðurtösku Odds, batt hana í annan endann á treflinum sínum og lét hann síga niður til Úlfs. Um leið og Úlfur lýsti upp stigann byrjaði Edda að fikra sig fram af brúninni. Hún fann fyrir fyrsta þrepinu, hélt dauðahaldi í tröppurnar og prílaði varlega af stað. Það rifjaðist upp fyrir henni á leiðinni að Þorláksbúð var byggð ofan á gömlum gröfum. Hún bjóst við að sjá bein og tennur skaga út úr moldarveggjunum. Kannski ættu þau að snúa við. Ef til vill fór Guðbrandur alls ekki þessa leið. En allt í einu var hún komin niður og fætur hennar sukku ofan í drullu. Héðan kom þá forug slóð Guðbrands. Einmitt þegar hún þorði að anda léttar heyrðist þungur skellur að ofan. Altarispúltið hafði sveiflast aftur á sinn stað. Þau voru lokuð inni. „Eru þetta þessir undirheimar?“ spurði Úlfur. Edda fann kryddaðan ilm af rakspíra í bland við moldarlyktina. „Guðbrandur var hér,“ sagði hún og hellti úr tösku Odds ofan í bakpokann sinn. Svo tók hún símann af Úlfi. „Komdu. Við finnum hann.“ Þessi jarðgöng voru ekki jafn vel hlaðin og göngin undir kirkjunni og við enda þeirra voru engar dyr út í dagsljósið. Undirgöngin náðu lengra en ljóskeilan og börnin gengu þögul af stað. Þau tóku hverja beygjuna á fætur annarri en rangalinn virtist endalaus. „Þetta hljóta að vera neðanjarðargöngin á kortinu hennar ömmu Eddu,“ sagði Úlfur. Hann dró blaðið upp úr vasanum á spædermangallanum ásamt silfraða kompásnum. „Já, en þú kannt ekki á áttavita,“ sagði Edda. „Jú, víst. Við förum beint í norður,“ til- kynnti hann. „Vonandi ekki norður og niður,“muldraði Edda og sleit af honum kortið. Langar þig að lesa bækurnar um Úlf og Eddu? Það eru komnar út þrjár bækur um þau. KANNAÐU MÁLIÐ!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=