Þriðji Smellur
Bókmenntir – Skáldsaga Spreyttu þig! 16 Úlfur og Edda – Dýrgripurinn Börnin stóðu fyrir framan Þorláksbúð. Þau sáu engan á ferli og dyrnar að torfbænum voru læstar. Edda opnaði leðurtösku Odds, tók upp mjóa töng, renndi henni inn í lás- inn og sneri. En ekkert gerðist. Úlfur greip vír, beyglaði hann og lét hann hringla í skráargatinu. Svo kippti hann í vírinn og það heyrðist smellur. „Hvernig fórstu að þessu?“ spurði Edda. „Ég sá þetta í bíómynd,“ sagði Úlfur en virtist vera jafn hissa og Edda þegar dyrnar opnuðust. Glugginn á gaflinum varpaði ljósrák inn í húsið. „Hvar sástu Guðbrand hverfa?“ „Þarna,“ sagði Úlfur og benti til hliðar við lítið altarispúlt sem stóð inni í enda. Börnin skoðuðu gólffjalirnar við púltið. Þær voru merkilega skítugar miðað við að húsið var nýtt og alltaf lokað. Úlfur hopp- aði á fjölunum og Edda kannaði allar raufir á milli þeirra. „Ertu viss um að það hafi verið hér?“ „Alveg viss,“ sagði Úlfur. Hann stakk hausnum á milli fótanna á sér til að sjá allt á hvolfi. „Hann hvarf barasta ofan í gólfið við hliðina á þessum kassa.“ „Þetta er altari,“ sagði Edda. Hvítur dúkur lá ofan á altarispúltinu og hékk niður með hliðunum.Húnþreifaðimeðframköntunum undir honum. Á einum stað var ójafna. „Það er gat hérna,“ sagði hún og hjartað tók kipp. Hún stillti farsímann sinn á vasaljós og rétti Úlfi. Hann beindi ljósgeislanum að gatinu. Í fyrstu leit þetta út eins og kvistur í viðnum en inni í holunni leyndist lítill járn- hringur. Edda tók töng með krók á end- anum úr tösku Odds og notaði hana til að toga í hringinn. Það heyrðist smellur og altarið sveiflaðist til hliðar. Þar sem púltið hafði áður staðið var nú ferhyrnt op ofan í gólfið. Hér á eftir kemur brot úr skáldsögunni Úlfur og Edda – Dýrgripurinn . Höfundurinn, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, nýtir norrænar goðsagnir í þessari bókaseríu sem fjallar um stjúpsystkinin Úlf og Eddu. Í bókunum færir hún börn nútímans inn á svið goða, gyðja og jötna á frumlegan og skemmtilegan hátt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=