Þriðji Smellur
12 Fræðitexti Spreyttu þig! Ótrúlegt en satt! Hákarlarokk Matt Waller, sem býður upp á skoðunarferðir á hákarlaslóðir í Ástralíu, uppgötvaði að hinir stóru hvítháfar laðast að tónlist ástralska rokkbandsins AC/DC. Hann kom vatnsheldum hátölurum fyrir í köfunarbúrum og spil- aði valda rokksmelli út í hafið. Fæstir þeirra höfðu nokkur áhrif en þegar hvítháfarnir heyrðu í AC/DC þyrptust þeir að hátölurum og nudduðu kjálk- unum upp við þá. Fimm dauðsföll Leikarinn Law Lok Lam, sem er frá Hong Kong, dó í fimm sápuóperum í sjónvarpinu á einum sólarhring í apríl 2011. Einn karakterinn dó í slagsmál- um, annar veiktist og kastaði upp blóði þar til hann lést, þriðji lést einnig úr veikindum og þó að hinir tveir dæju ekki í mynd ræddu aðrar persónur þáttanna um dauða þeirra. Gítarmaraþon Írinn Dave Brown sló, 17. júní 2011, heimsmet í því að spila lengst í einu á gítar. Þá hafði hann spilað á fimmdaga löngum tónleikum, eða í 114 klukku- tíma og 20 mínútur. Hann hóf leikinn á lagi Dusty Springfield „Son of a Preacher man“ og 1372 lögum síðar tók hann lokalagið, „With or Without You“ með U2. Stríðsferðir Svissnesk ferðaskrifstofa býður upp á frí á hættulegustu stríðssvæðum í heimi. Hjá Babel-ferðum er hægt að kaupa pakkaferðir til Íraks, Súdans og Sómalíu og ferðalangar geta eytt jólunum í Afganistan eða fagnað nýju ári í Íran. Sem dæmi kostar 45 daga ferð til Afganistan rúmlega 30 þúsund dollara og þá eru tryggingar ekki innifaldar í verðinu. Drápsplanta Kjötætuplanta í lystigarði á Englandi drap eitt sinn og át smáfugl. Þetta er aðeins annað tilfellið sem vitað er um í heiminum þar sem planta étur fugl. Innan í blöðku plöntunnar er vökvakennt efni sem laðar skordýr að og fuglinn hallaði sér líklega of langt fram þegar hann var að elta eitt slíkt og festist í slímugu, vaxkenndu yfirborði plöntunnar. Þaðan féll hann í ensíma- uppsprettuna neðst í blöðkunni. Stórar kjötætuplöntur, eða Venusargildrur, éta stundum rottur og froska og geta fullmelt kjötbita á nokkrum dögum. Langur köttur Bandaríkjamennirnir Robin Hendrickson og Eric Brandsness eiga köttinn Stewie, fimm ára gamalt fress, sem er 1,2 m langur frá snoppu að rófuenda. Þú getur lesið fleiri ótrúlegar sögur í bókaflokknum Ripley‘s – Ótrúlegt en satt!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=