Þriðji Smellur

9 STJÓRNARFAR Kenía var nýlenda Breta á árunum 1920 til 1963. Hét áður Breska Austur-Afríka og var undir stjórn Breta frá síðari hluta 19. aldar. Nýlenda er land eða landsvæði sem annað ríki ræður yfir. Nú er þar lýðveldi með forseta og þing sem kallast Bunge. FÓLK, SAGA OG MENNING Yfir 60 tungumál eru töluð í Kenía og þar búa meira en 40 þjóðarbrot. Nær allir íbúar tala fleiri en tvö afrísk tungumál og langflestir sameinast um hin opinberu tungumál landsins. Menntun í Kenía er ókeypis og öllum er frjálst að ganga í skóla. Þó er það svo að mörg börn eru einfaldlega of upptekin til að geta sótt skólann. Þau vinna hörðum höndum og hjálpa fjölskyldum sínum við akuryrkju eða annað sem til fellur á heimilunum. Sum þeirra ganga langar leiðir á hverjum degi til þess eins að sækja vatn handa fjölskyldumeðlimum. Sagnahefð er mikil í landinu. Í gegnum aldirnar hefur vitneskja, saga og siðir borist manna á milli með sögum og söguljóðum. Vísindamenn telja að uppruna manns- ins megi rekja til Norður-Kenía og Tansaníu. Það byggja þeir á fornleifum sem fundist hafa í Turkana Basin í Kenía. Um er að ræða elstu leifar forfeðra okkar. Á 17. og 18. öld lentu margir íbúar Kenía í höndum þrælasala. Þeim var rænt af heimilum sínum og aðskildir frá fjölskyldum. Arabar, Evrópubúar og síðar Ameríkanar herjuðu á lönd á austurströnd Afríku og náðu sér í þræla sem voru fluttir til ýmissa landa og nýttir sem vinnuafl. Þrælahald var að mestu lagt af í heiminum um miðja nítjándu öld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=