Þriðji Smellur
8 Upplýsingar Hvað veistu um Kenía? Kenía er stórt land í Austur-Afríku. Það liggur að Indlandshafi en á landamæri að Eþíópíu, Sómalíu, Tansaníu, Úganda og Súdan. Spreyttu þig! LANDAFRÆÐI Landið er að mestu hálent. Þar er að finna mörg stór og djúp stöðuvötn s.s. Turkana- vatn og Tanganyikavatn en það er annað dýpsta vatn heims. Höfuðborgin Nairobi liggur í 1660 m yfir sjávarmáli og hæsti punktur Kenía er Keníafjall, sem er 5199 m yfir sjávarmáli. Flestir landsmenn búa í grennd við höfuðborgina og hjá Viktoríu- vatni, nálægt landamærum Úganda. Þar eru búsetuskilyrði góð, gott jarðnæði og nægileg úrkoma til að stunda akuryrkju. Einnig búa margir við strandlengjuna. NÁTTÚRA OG DÝRALÍF Kenía er mikið ferðamannaland. Flestir koma til að skoða endalausar gresjur sem eru heimkynni framandi dýra eins og fíla, ljóna, gíraffa og flóðhesta. En dýrin vekja líka athygli veiðiþjófa. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum komið á fót yfir 50 þjóðgörðum til verndar dýralífinu. Þeirra þekktastir eru Masai Mara, Tsavo East og West og Amboseli. Í STUTTU MÁLI: Heiti landsins á máli heimamanna: Jamhuri ya Kenya (Lýðveldið Kenía) Stjórnarfar: Lýðveldi Höfuðborg: Nairobi Fólksfjöldi: Rúmar 50 milljónir manna Opinbert tungumál: Svahílí (e. swahili) og enska Gjaldmiðill: Keníaskildingur Flatarmál: 580.367 km 2 Þjóðartekjur: Landbúnaður, ferðaþjónusta Útflutningur: Kaffi, te, ananas, blóm Trú: Kristni, íslam og andatrú, margir ættbálkar halda enn í sína fornu trú og siði. Þjóðsöngur: Ee Mungu Nguvu Yetu Rótarlén: ke Skoðaðu Kenía t.d. á Google Maps. Kíktu á þá staði sem talað er um í textanum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=