Þekktu réttindi þín - Vinnubók

9 Reglurnar um réttindin Þú hefur réttindi og það gera bekkjarfélagar þínir líka. Alveg eins og bróðir þinn eða systir, stelpan í næsta húsi og öll önnur börn í heiminum. Gleymir þú stundum réttindum annarra? Eða hugsar þú alltaf um réttindi annarra barna? Ímyndaðu þér: Þú átt afmæli og býður tíu krökkum úr bekknum í afmælisveisluna. Hinum krökkunum í bekknum er ekki boðið. Ert þú að brjóta á réttindum einhvers? Rökstyddu svarið. • Hvenær myndu réttindi sem þér fannst ekki mikilvæg, vera mikilvæg fyrir þig? Getur þú ímyndað þér aðstæður þar sem réttindin sem þér fannst ekki mikilvæg, væru mikilvæg? Nefndu dæmi: • Heldur þú að réttindi sem þér fannst ekki mikilvæg, séu mikilvæg fyrir önnur börn? Hvaða börn? Ímyndaðu þér: Strákurinn sem á heima við hliðina á þér talar annað tungumál. Þú skilur hann ekki svo þér finnst að hann ætti að tala þitt tungumál við mömmu sína þegar þú ert að leika heima hjá honum. Á vinur þinn rétt á því að tala sitt tungumál? Ímyndaðu þér: Í leik grípur þú síma vinar þíns í gríni og skoðar myndirnar hans. Er þetta fyndið grín? Eða ert þú að brjóta á réttindum einhvers? Já Nei Já Nei Fyndið grín Brot á réttindum Skoðaðu veggspjaldið með Barnasáttmálanum aftur eða flettu í gegnum bæklinginn. Veldu ein réttindi og teiknaðu. Eða skrifaðu fallegt ljóð eða grípandi slagorð sem segir eitthvað um þau réttindi. Æfing 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=