Þekktu réttindi þín - Vinnubók

Barnasáttmálinn Í Barnasáttmálanum finnur þú öll réttindi barna. Næstum öll lönd í heiminum hafa samþykkt þennan sáttmála. Þau lofa að virða réttindin og hugsa vel um börnin í landinu. Þetta á við um stjórnvöld, lögregluna, dómara, kennara, foreldra þína og alla fullorðna, alls staðar í heiminum! UNICEF stendur vörð um réttindi þín Þessi loforð hljóma vel en hver sér um það að passa að staðið sé við þau? Þetta er það sem samtök eins og UNICEF gera. UNICEF stendur vörð um réttindi barna og hjálpar til við að passa að öll börn njóti verndar, að hlustað sé á þau og að þau komist til læknis. Þetta á líka við um þig! Hvað ef réttindi barna eru ekki virt? Í flestum löndum eru börn sem njóta ekki allra réttinda sinna. Réttindi þeirra eru ekki virt. Hvað getur þú gert ef það á við um þig eða einhvern sem þú þekkir? Þú getur fundið svarið á blaðsíðu 16 í þessari vinnubók. Barnasáttmálinn var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum árið 1989? 196 lönd hafa samþykkt sáttmálann? Þú þarft ekki að gera neitt til þess að eiga þessi réttindi? Þú átt þau alltaf og enginn getur tekið þau frá þér. Öll réttindi barna eru jafn mikilvæg. Engin réttindi eru mikilvægari en önnur! Fullorðnir eiga líka réttindi? Þau kallast mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar skrifuðu Barnasáttmálann. Sameinuðu þjóðirnar eru samtök margra þjóða um allan heim. Saman geta þau fundið lausnir á vandamálum í heiminum. UNICEF er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 5 Vissir þú að...

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=