Þekktu réttindi þín - Vinnubók

15 Hvað eru réttindi barna? A. Samningur á milli landa um það hvernig skal koma fram við börn. B. Ráð fyrir foreldra um það hvaða hegðun er í lagi að börn sýni og hvað er ekki í lagi C. Réttindi sem börn hafa búið til sjálf. D. Mannréttindi, sérstaklega fyrir börn. Hver eftirtalinna réttinda eru raunveruleg? A. Ég á rétt á því að eiga skemmtilegan bróður eða systur. B. Ég á rétt á því að vera í samskiptum við foreldra mína. C. Ég á rétt á því að segja mína skoðun. D. Ég á rétt á því að fá nýja vetrar- og sumarúlpu. E. Ég á rétt á því að velja mína eigin trú. Hverjir verða að fylgja Barnasáttmálanum? A. Foreldrar þínir B. Kennarar C. Lögregluþjónar D. Stjórnvöld og allir sem vinna fyrir ríkið E. Allir fullorðnir Þú átt rétt til að láta skoðanir þínar í ljós og hafa áhrif. Hvað þýðir það? A. Þú átt rétt til að deila skoðunum þínum (segja hvað þér finnst um eitthvað). B. Þú átt rétt til að fá staðfestingu á skoðun þinni. C. Fullorðnir verða að hlusta vel á þig. D. Þú ræður alltaf hvað kemur fyrir þig. Hvað er satt? A. Ég á rétt á að vera með góðan kennara. B. Ég á rétt á að leita mér upplýsinga í bókum, á netinu, í sjónvarpinu og í dagblöðum. C. Ég á rétt á að vera í tölvunni. D. Ég verð alltaf að fá það sem ég vil. Hvaða lönd hafa samþykkt Barnasáttmálann? A. Öll lönd í Evrópu. B. Öll fátæku löndin. C. Næstum því öll lönd í heiminum. D. Holland og Belgía. Hvað gerir UNICEF? A. UNICEF stendur vörð um réttindi allra barna í heiminum. B. UNICEF fylgist með hvort lönd virða réttindi barna. C. UNICEF er Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna. Fékkstu færri en fimm spurningar réttar? Úbbs, þú ert ekki orðinn sérfræðingur enn þá! Æfðu þig áfram með vinnubókina og reyndu svo aftur. Fékkstu fleiri en fimm spurningar réttar?Til hamingju, þú veist mikið um réttindi barna! Þú veist nákvæmlega hverju þú hefur rétt á. Þú hefur sömu réttindi og öll önnur börn í heiminum. Merktu við svarið sem þú heldur að sé rétt. Athugið: að sumar spurningar geta verið með fleiri en eitt rétt svar. Viltu vita hvernig þér gekk? Fáðu kennarann þinn til þess að fara yfir svörin með þér. Æfing 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=