Þekktu réttindi þín - Vinnubók
Hvaða réttindi stangast hér á? Má setja Jóhann í fóstur, þó svo hann vilji það ekki? Fannar (14): „Pabbi minn á búð og ég hef gaman að því að hjálpa honum eftir skóla. Þegar ég er ekki í búðinni er ég á fótboltaæfingu. Ég er góður sóknarmaður. Á milli þess að vera með pabba í búðinni og stunda fótbolta hef ég eiginlega ekki mikinn tíma til þess að vinna heimavinnuna mína eða leika við vini. Það er mitt val er það ekki?“ Hvað finnst þér um það að Fannar velji að vera bara í fótbolta og vinnu? Hvaða réttindi stangast hér á? Hvað finnst þér að pabbi Fannars ætti að gera? Jóhann (12): „Ég bý ekki lengur heima hjá mér, heldur bý ég hjá fósturfjölskyldu. Eins og er geta foreldrar mínir ekki hugsað nægilega vel um mig. Ég skil það en ég sakna þeirra mjög mikið. Ég vil bara fara heim þar sem ég á mitt eigið herbergi og þar sem vinir mínir eru. Af hverju má ég ekki fá að velja hvar ég á heima?“ Réttindi stangast á Dæmi 2 Réttindi stangast á Dæmi 3 11
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=