Þekktu réttindi þín - Vinnubók

= Hvað ef réttindi stangast á? Réttindi barna eru til þess gerð að vernda þau. Það gæti hljómað ósköp einfalt en er það ekki alltaf. Tvenn réttindi geta stundum stangast á. Skellur! Stundum kemur eitthvað fyrir þig sem þér líkar illa.Til dæmis, foreldrar þínir skilja eða stjórnvöld banna þér að gera eitthvað sem þig langar að gera (eins og vinna). Hefur þú einhvern tímann lent í einhverju þessu líku? Ef svo er, voru einhver réttindi barna sem stangast á? Hvaða réttindi? Hvaða réttindi stangast hér á? Hvort ert þú sammála Emmu eða mömmu hennar? Af hverju? Hvernig geta Emma og mamma hennar leyst úr þessu án þess að brjóta nein réttindi? Emma (13): „Áður en ég fer að sofa á kvöldin verð ég að rétta mömmu símann minn. Hún segist ekki vilja að ég sé vakandi of lengi. En ég veit betur. Hún stelst til að lesa skilaboðin mín. Það pirrar mig rosalega.“ Mamma hennar Emmu: „Já, ég játa að ég skoða skilaboðin í símanum hennar Emmu. En ég geri það ekki vegna þess að ég treysti henni ekki. Ég geri það til þess að vernda hana. Ég vil vita við hverja hún er í samskiptum. Og vera viss um að það sé ekki verið að leggja hana í einelti eins og fyrir nokkrum árum.“ Réttindi stangast á Dæmi 1 10 Æfing 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=