Þekktu réttindi þín

8 7. grein – Nafn og ríkisfang Börn skal skrá við fæðingu og þau eiga rétt á nafni og ríkisfangi – að tilheyra landi. Alltaf þegar hægt er skulu börn þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. 8. grein – Persónuleg auðkenni Börn eiga rétt á sínum eigin auðkennum – sem skráð skulu opinberlega, um hver þau eru, m.a. nafn, þjóðerni og fjölskyldutengsl. Ekki má taka frá börnum auðkenni þeirra og ef það er gert skulu stjórnvöld aðstoða við að bæta úr því. 9. grein –Tengsl við fjölskyldu Ekki skal skilja börn frá foreldrum sínum nema þegar það er nauðsynlegt fyrir öryggi og líðan barna – til dæmis ef foreldri meiðir barn eða hugsar ekki vel um það að öðru leyti. Börn eiga rétt á því að vera í góðum tengslum við báða foreldra sína ef þeir búa ekki saman nema það sé talið skaðlegt fyrir þau. NAFN OG RÍKISFANG 7 PERSÓNULEG AUÐKENNI 8 TENGSL VIÐ FJÖLSKYLDU 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=